Advania rafrænir reikningar

Advania Electronic Document Exchange

Lykilvirkni

Söluskjöl eru bókuð og send en innkaupaskjöl eru flutt inn í innkaupareikninga, innkaupakreditreikninga eða færslubækur eftir því sem við á.

  • Samskipti við skeytamiðlara Advania.
  • Sending á söluskjölum sem rafræn skjöl.
  • Móttaka innkaupaskjala sem skjöl á innleið.
  • Öflug möppun fyrir innkaupaskjöl út frá ýmsum skilyrðum bæði handvirkt og í gegnum uppsetningarálf (e. wizard ).
  • Stofnun innkaupaskjala eftir möppun sem innkaupareikninga, innkaupakreditreikninga eða í færslubók.
  • Móttaka og sending reikning til og frá innlendra sem og erlendra aðila.

*Greitt er aukalega fyrir þjónustu Skeytamiðlunar.

Uppsetning

Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.

Uppsetningarskjal

Verð

Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.

Ótakmarkaður notandi: 3.200 kr. án vsk.

Viltu prufa?

Advania Electronic Document Exchange er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.

Prufaðu frítt
Hvernig sæki ég viðbót?
er eitthvað annað sem þú vilt læra?

Kennslumyndbönd

Í þessum myndböndum er farið í gegnum hvernig hægt er að senda og móttaka rafræna reikninga.
Í þessum myndböndum er fari í gegnum það hvernig Advania Electronic Document Exchange er sett upp.

Viltu aðstoð við uppsetningu?

Advania býður upp á fast verð í uppsetningu á öllum Business Central lausnum sínum. Ef myndböndin eru ekki nóg eða þú vilt einfaldlega fá aðstoð, þá geturðu fengið fast verð í það.

Eftirfarandi er gert þegar Advania rafrænir reikningar er sett upp út frá föstu verði.

  • Virkja appið fyrir rafræna reikninga í grunni.
  • Grunngögn Advania fyrir rafræna reikninga lesin inn.
  • Virkja skeytamiðju Advania gagnvart bókhaldskerfi með notandakenni og lykilorði viðskiptamanns.
  • Sannvotta uppsetningu.
  • Hlaða niður þeim aðilum sem taka á móti og senda rafræna reikninga frá viðkomandi viðskiptavin.
  • Setja upp verkraðara fyrir móttöku reikninga.

Kennslupakki - Sala:

  • Uppsetning og kennsla við að stilla heimildir á einn notanda í BC fyrir rafræna reikninga.
  • Uppsetning og kennsla við að stofna einn viðskiptamann sem á að fá rafrænan reikning
  • Uppsetning og kennsla við að senda einn rafrænan reikning á viðskiptavin.
  • Kennt á vefumsjón skeytamiðlara Advania.
  • Uppsetning og kennsla við að senda einn reikning með rafrænni bankabirtingu í heimabanka.
  • Setja upp afhendingastaði ef það er í notkun.

Kennslupakki - Innkaup

  • Uppsetning og kennsla við að stilla heimildir á einn notanda í BC fyrir rafræna reikninga.
  • Uppsetning og kennsla við að taka á móti einum rafrænum reikningi.
  • Uppsetning og kennsla við að stofna einn lánardrottinn út frá móttöku rafræns reiknings.
  • Uppsetning og kennsla á vörpun á fjárhagslykli, texta á reikning og millivísanir fyrir einn reikning.
  • Uppsetning og kennsla á víddum fyrir einn reikning.
  • Kennsla á vefumsjón skeytamiðlara Advania. Merkja einn reikning ósóttan og sækja aftur.
  • Kennsla hvernig á að taka á móti einum rafrænum reikningi handvirkt, þá ekki í gegnum verkröð.

Verð í uppsetning

Verð: 96.000 kr. án vsk.

Við erum stöðugt að betrumbæta vörurnar okkar

Nýjustu útgáfurnar