Advania greiðslukortainnlestur

Advania Credit Card Expenses

Lykilvirkni

Viðbótin Advania greiðslukortainnlestur felur í sér innlestur á kostnaðarfærslum sem greiddar eru með greiðslukortum fyrirtækis.
Með færslunum fylgja allar upplýsingar um færsluna ásamt viðhengi og flokkun sem korthafi hefur skilgreint í bankaappinu.
Færslurnar mynda síðan innkaupaskjöl sem fara sína leið í gegnum samþykktarferli eins og aðrir kostnaðarreikningar.

  • Sjálfvirkur innlestur á kortafærslum
  • Allar upplýsingar sem og viðhengi fylgja með
  • Einfalt að lykla færslur í einu viðmóti
  • Stofnar innkaupaskjöl sem fara áfram í samþykktarferli
  • Góð yfirsýn yfir óbókaðar færslur

Ath. forsenda fyrir notkun á þessari viðbót eru rafrænar bankagrunnþjónustur Advania.
Ef þegar eru í notkun bankalausnir Advania er þessi þjónusta til staðar.

Uppsetning

Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.

Uppsetningarskjal

Verð

Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.

Ótakmarkaður notandi: 1.500 kr.

Viltu aðstoð við uppsetningu?

Advania býður upp á fast verð í uppsetningu á öllum Business Central lausnum sínum. Ef myndböndin eru ekki nóg eða þú vilt einfaldlega fá aðstoð, þá geturðu fengið fast verð í það.

Eftirfarandi er gert þegar Advania greiðslukortainnlestur er sett upp út frá föstu verði.

Eftirfarandi er gert þegar Advania greiðslukortainnlestur er sett upp út frá föstu verði.

  • Virkja appið
  • Yfirferð bankaþjónustu
  • Aðstoð við tengingu við vefþjónustu viðskiptabanka.

Kennsla

  • Farið yfir uppsetningu korta
  • Farið er í gegnum grunnvirkni kerfisins
    • Innlestur færslna
    • Lyklun og yfirferð
    • Stofnun innkaupaskjala

Verð í uppsetning

Verð: 54.000 kr.

Við erum stöðugt að betrumbæta vörurnar okkar

Nýjustu útgáfurnar