Lykilvirkni
Viðbótin Advania greiðslukortainnlestur felur í sér innlestur á kostnaðarfærslum sem greiddar eru með greiðslukortum fyrirtækis.
Með færslunum fylgja allar upplýsingar um færsluna ásamt viðhengi og flokkun sem korthafi hefur skilgreint í bankaappinu.
Færslurnar mynda síðan innkaupaskjöl sem fara sína leið í gegnum samþykktarferli eins og aðrir kostnaðarreikningar.
- Sjálfvirkur innlestur á kortafærslum
- Allar upplýsingar sem og viðhengi fylgja með
- Einfalt að lykla færslur í einu viðmóti
- Stofnar innkaupaskjöl sem fara áfram í samþykktarferli
- Góð yfirsýn yfir óbókaðar færslur
Ath. forsenda fyrir notkun á þessari viðbót eru rafrænar bankagrunnþjónustur Advania.
Ef þegar eru í notkun bankalausnir Advania er þessi þjónusta til staðar.
Uppsetning
Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.
Verð
Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.
Ótakmarkaður notandi: 1.500 kr.