Advania útgreiðsla

Advania Banking Payments

Lykilvirkni

Lausnin les inn upplýsingar um ógreiddar kröfur úr heimabanka og birtir í samantektarvalmynd í Dynamics 365 Business Central. Út frá innkaupaskjölum er síðan hægt að tengja kröfur og jafnvel hengja bankaupplýsingar við innkaupaskjölin. Með útgreiðslubunkum er síðan einfalt að greiða kröfur. Lausnin vinnur einnig með launakerfi Advania (Advania Payroll) og sækir óbókuð og bókuð laun.

  • Bunkasendingar.
  • Útsending greiðslna úr lánardrottnabókhaldi.
  • Innlestur á ógreiddum kröfum úr bönkum (verkröð).
  • Útsending greiðslukvittana í tölvupósti.

Uppsetning

Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.

Uppsetningarskjal

Verð

Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.

Ótakmarkaður notandi: 1.250 kr. án vsk.

Viltu prufa?

Advania Banking Payments er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.

Prufaðu frítt
Hvernig sæki ég viðbót?
er eitthvað annað sem þú vilt læra?

Kennslumyndbönd

Í þessu myndbandi er farið í gegnum uppsetningu á Advania Banking Payments.
Í þessu myndbandi er farið í gegnum fyrstu skrefin við notkun á Advania Banking Payments.

Viltu aðstoð við uppsetningu?

Advania býður upp á fast verð í uppsetningu á öllum Business Central lausnum sínum. Ef myndböndin eru ekki nóg eða þú vilt einfaldlega fá aðstoð, þá geturðu fengið fast verð í það.

Eftirfarandi er gert þegar Advania útgreiðsla er sett upp út frá föstu verði.

  • Virkja app fyrir bankasamskipti.
  • Virkja app fyrir útgreiðslur.
  • Grunngögn Advania fyrir útgreiðslur lesin inn.
  • Bankareikningsspjald uppfært.
  • Sett upp tengingu við viðskiptabanka viðskiptavinar.
  • Einn notanda tengdur við bankann með Advania búnaðarskilríki.
  • Sjálfvirkt útgreiðslusniðmát yfirfarið.
  • Ógreiddar kröfur sóttar inn í bankann með samtillingu á milli kerfis og banka.
  • Verkröð sett upp fyrir samstillingu ógreiddra krafna ef við á.

Kennslupakkar

  • Uppsetning og kennsla við að stofna einn bankareikning.
  • Uppsetning og kennsla við að setja upp eitt greiðslusniðmát við einn banka.
  • Setja upp aðgangsstýrða launagreiðslubunka ef við á.
  • Farið yfir hvernig ógreiddur greiðsluseðill er sóttur í netbanka, tengdur við útgreiðslulínu og stofnaður einn útgreiðslubunki.
  • Uppsetning á verkröð til að sækja ógreidda reikninga úr banka.
  • Uppsetning og kennsla hvernig á að stilla greiðsluskilmála á lánadrottna.
  • Uppsetning og kennsla á að tengja greiðsluupplýsingar inn á innkaupareikninga.
  • Uppsetning og kennsla að senda greiðslukvittanir í tölvupósti úr útgreiðslubunka.

Verð í uppsetning

Verð: 96.000 kr. án vsk.

Við erum stöðugt að betrumbæta vörurnar okkar

Nýjustu útgáfurnar