Við viljum veita góða þjónustu
Við höfum á undanförnum árum rýnt í frammistöðu okkar í þjónustu og mælt árangurinn með endurgjöf frá viðskiptavinum. Satt best að segja þá áttuðum við okkur á því fyrir nokkrum árum að við gætum veitt miklu betri þjónustu.
Árið 2017 voru því gerðar úrbætur út frá sjónarhóli viðskiptavina til að bæta samskiptin við Advania. Viðskiptavinir vildu fá úrlausn sinna mála í fyrsta samtali við fyrirtækið og því var ráðist í að samræma og einfalda framlínuþjónustu okkar.
Síðan höfum við fylgst náið með þjónustumælingum sem meðal annars eru gerðar með Happy or Not-lausninni þar sem stuðst er við endurgjöf á skalanum 1-5.