Tilbúnir kennslupakkar

Sumir vilja fá upplýsingar beint í æð frá kennara með yfirgripsmikla þekking á viðkomandi viðfangsefni. Við höfum því sett saman kennslupakka til að koma þér hratt og örugglega af stað í notkun á Business Central.

Kennslupakkar sem henta þínum þörfum

Í þessum kennslupökkum förum við í gegnum fyrstu skrefin í nýju kerfi og helstu þætti sem gott er að kynna sér. Pakkarnir eru misstórir og ættu að henta þeim sem vilja komast hratt og vel inn í Business Central með hjálp reynslumikilla ráðgjafa Advania í Business Central.

Hvernig fer kennslan fram?

Traust ráðgjöf og þjónusta

Við erum með Titanium Partner vottun hjá Dell EMC sem þýðir að hjá okkur færðu trausta ráðgjöf og þjónustu.

Góð birgjasambönd og fjölbreytt vöruúrval

Í gegnum árin höfum við myndað traust sambönd við birgja sem gerir okkur kleift að bjóða ríkulegt úrval af notendabúnaði. Hjá okkur fæst allur búnaður sem fyrirtæki þurfa.

Vefverslun og frí heimsending

Í vefverslun okkar hefur þú góða yfirsýn yfir þín kjör. Við sendum frítt hvert á land sem er.

Ráðgjöf við val á búnaði

Ráðgjafar okkar hafa langa reynslu í að finna búnað sem hentar verkefnum viðskiptavina. Bókaðu frían ráðgjafafund og saman finnum við búnað sem er sniðinn að þinni starfsemi.

Bóka fría ráðgjöf

Sjálfbærni

Mikið af tölvum og skjáum sem við seljum bera þekkt umhverfismerki, eins og Energy Star eða EPEAT, sem þýðir að búið er að meta umhverfisáhrif búnaðarins út frá skilgreindum alþjóðlegum mælikvörðum.

Endurnýting

Þegar búnaðurinn hefur lokið notkunartíma hjá fyrirtækjum, getum við kannað hvort verðmæti leynist í honum og hvort hægt sé að koma honum aftur í umferð.

Sjáðu nánar

Fjöldi þátttakenda

Stöðluðu kennslupakkarnir gera ráð fyrir allt að fimm nemendum hverju sinni. Hámark er sett á fjölda til að hægt sé að tryggja að hver og einn fái það út úr kennslu sem hann þarf.

Staðsetning

Kennsla fer fram í gegnum Microsoft Teams. Ráðgjafi sendir fundarboð á skráða þátttakendur ásamt upplýsingum um efni kennslu og tímasetningu.

Upptökur

Kennslustund er tekin upp. Þátttakendur geta því skoðað upptökur eftir á ef þörf er á upprifjun á ákveðnum atriðum sem fram fóru í kennslustundinni.

Kennslupakkar

BronsSilfurGull

Microsoft hjálp

Microsoft learn
Leit í BC

Hjálparvefur

Kennslumyndbönd
Viðbætur
Release notes

Kennsla á viðmót

Viðmót
Sérstillingar
Færslubók

Excel

Flutningur á gögnum
Síur

Yfirferð yfir helstu skýrslur

Lánardrottnar - skýrslur
Viðskiptamenn - skýrslur
Fjárhagur - skýrslur
Fjárhagsskema

Jöfnun viðskiptamanna og lánardrottna

Handvirk jöfnun í færslubók, viðskiptamönnum og lánardrottnum
Viðbótin Jöfnun viðskiptamanna og lánardrottna

Afstemming

Setja upp bankareikning
Setja upphafsdag afstemmingar
Sækja hreyfingar
Sjálfvirk/handvirk afstemming
Færa í færslubók
Bóka afstemmingu

VSK, skýrslur, reikna og bóka

VSK afstemming
VSK mótreikningsskýrsla
Reikna og bóka VSK

Sölureikningar

Stofna sölureikning

Innkaupareikningar

Stofna innkaupareikning

Eignakerfi

Eignir
Eignagrunnur

Innkaup og birgðir

Innkaupagrunnur

Fjárhags-, innkaupa- og sölugrunnur

Opna/loka fyrir bókun
Forskoðunaraðgerð bókunar
Kveikja á gagnaprófunum.

Víddir

Uppsetning á víddum í fjárhagsgrunni

Gjaldmiðlar

Gengisskráningar

Bókhaldslyklar

Sérstillingar
Síur
Stofna bókhaldslykil
Yfirfara færslur/samþykkja

89.990 kr

149.990 kr

189.990 kr

Brons

Bronspakkinn inniheldur grunnkennslu á viðmóti og helstu aðgerðum Business Central í fjárhags-, innkaupa- og sölugrunni ásamt jöfnun viðskiptamanna og lánardrottna.

Silfur

Silfurpakkinn inniheldur allt það sama og bronspakkinn en til viðbótar er farið yfir afstemmingar, VSK, sölu- og innkaupareikninga, víddir og gengisskráningar. Námskeiðið hentar vel þeim sem eru að byrja notkun á Business Central en vilja fá dýpri kennslu á kerfið umfram það sem Silfur pakkinn býður upp á. Eins hentar þetta vel þeim sem hafa notað kerfið áður en vilja dýpka þekkinguna sína.

Gull

Gullapakkinn inniheldur allt það sama og er í silfur og bronspökkunum. Til viðbótar er farið í birgða- og eignakerfið ásamt því að farið er yfir uppsetningu bókhaldslykla. Pakkinn hentar vel þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í notkun á Business Central en vilja fá djúpa og góða kennslu á kerfið. Eins hentar þessi pakki vel þeim sem hafa ekki notað fyrrgreindar einingar kerfisins áður.

Henta tilbúnu kennslupakkarnir ekki?

Sérsniðin kennsla

Advania býður upp á sértæka kennslu sem sett er saman eftir þínu höfði. Hvort sem sú kennsla er byggð á tilbúnu kennslupökkunum eða búin til frá grunni.

  • Viltu fá kennslu á skrifstofunni þinni?
  • Ertu með fleiri en 5 starfsmenn sem þurfa kennslu?
  • Viltu fá sértæka kennslu í tengslum við uppfærslu?

Sendu okkur línu og við skoðum málið með þér.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa kennslupakka fyrir Business Central? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.