Lýsing | Innifalið |
---|
Útgáfustýringar í GitHub umhverfi Advania
| Já
|
Reglulegt build á móti næstu minor og major útgáfu Business Central
| Já
|
Skjölun allra breytinga
| Já
|
Kóði uppfærður fyrir nýjustu útgáfu af Business Central
| Já
|
Uppsetning á uppfærðum breytingum í sandboxi fyrir Major útgáfu
| Já
|
Aðstoð við notendaprófanir
| Umsemjanlegt
|
Útgáfustýringar í GitHub umhverfi Advania
Sérbreyttur kóði er geymdur í GitHub kóðageymslu Microsoft. Haldið er utan um allar kóðabreytingar og útgáfur af sérbreytingunum.
Vikuleg uppfærsla á móti næstu minni og stærri útgáfu af Business Central
Í hverjum mánuði gefur Microsoft út uppfærslur/lagfæringar á Business Central en tvisvar á ári eru síðan gefnar út stærri breytingar.
Advania keyrir vikulega build á móti næstu minor og tvisvar á ári á móti næstu major greinum frá MS og setur af stað nánari skoðun ef sérbreytingar brotna við slíka keyrslu.
Skjölun allra breytinga
Allar breytingar eru skráðar og rekjanlegar í GitHub. Þar kemur t.d. fram hvað í kóðanum er breytt í hverju sinni, af hverjum og hvenær.
Kóði uppfærður fyrir nýjustu útgáfu af Business Central
Nauðsynlegar breytingar gerðar til að sérbreytingar keyri í uppfærðu kerfi af Business Central. Ef sérbreytingar brotna vegna þess að Microsoft kynnir nýja virkni í Business Central fellur það fyrir utan þetta verklag. Viðskiptavini er þá gert grein fyrir þessum breytingum og ákvörðun um áframhald tekið í samráði við viðskiptavin.
Uppsetning á uppfærðum breytingum fyrir major útgáfur
Uppsetning á komandi útgáfu Business Central ásamt uppfærðum sérbreytingum tilbúið til notendaprófana. Viðskiptavinur skal tryggja að eitt sandbox sé laust til uppsetningar. Advania uppfærir einnig raunuhverfi viðskiptavinar í framhaldi af prófunum í prófunarumhverfi.
Aðstoð við notendaprófanir
Uppfærslutrygging felur ekki í sér notendaprófanir heldur eingöngu tæknilegu viðhaldi á sérbreytingum, nema um annað hafi verið samið. Prófanir þar sem farið er í gegnum skilgreinda viðskiptaferla eru á ábyrgð viðskiptavinar nema samið verði um að Advania veiti slíka þjónustu.