Þjónustu- og rekstrarsamningar

Þjónustuleiðir

Advania býður Business Central viðskiptavinum upp á mismunandi samninga sem innihalda mismunandi þjónustur, annars vegar varðar almenna þjónustu og hins vegar varðandi rekstrarþjónustu. Hver og einn getur því valið þá þjónustuleið sem hentar sínum rekstri og umhverfi.

Án samningsBasicStandardPremium

Aðgangur að þjónustuborði

Viðbragðstími þjónustuborðs

4 klst.

4 klst.

2 klst.

Staða þjónustuverka á þjónustugátt

Kennsluefni

Aðgangur að veffyrirlestrum

Innifaldir mánaðarlegir þjónustutímar

30 mín

2 klst.

2 klst.

Bókanleg frí þjónustusímtöl
(Væntanlegt í október)

Advania IS Reports og Advania IS365

Notendaumsjón

Staðlaðar Power BI skýrslur

Afsláttur af útseldri vinnu

15%

20%

Stöðufundir

2 á ári

6 á ári

Umhverfiseftirlit

Viðskiptastjóri

Binditími

3 mánuðir

6 mánuðir

12 mánuðir

Mánaðarverð

19.900 kr. án vsk.

69.900 kr. án vsk.

250.000 kr. án vsk.

Valkvæðar viðbætur við samninga

BasicStandardPremiumMánaðarverð

Afritunartaka

50.000 kr. án vsk.

Uppfærsluþjónusta

Frá 25.000 kr. án vsk.

Endurnýjun skilríkja

Frá 10.000 kr. án vsk.

Umhverfiseftirlit +

Tilboð

*Val: Viðbætur eru takmarkaðar við hverja þjónustuleið. Greitt er mánaðargjald sérstaklega fyrir hverja viðbót.

Þjónustulýsingar

Hvað er innifalið í ofangreindum þjónustuþáttum? Hér fyrir neðan eru nánari útskýringar á hverjum þjónustuþætti fyrir sig og hvað er innifalið.

Öllum viðskiptavinum stendur til boða að hringja (440-9000) inn á almennt þjónustuborð Advania á skilgreindum opnunartíma þar sem þeir geta lagt inn þjónustubeiðni sem síðan er send á ráðgjafaborð Business Central deildarinnar. Beiðnin fer þar í forgangsröðun út frá þjónustusamning viðkomandi viðskiptavinar og svarað innan skilgeinds viðbragðstíma. Viðskiptavinur getur einnig sent inn þjónustubeiðni á netfangið bc@advania.is og stofnast þá sjálfkrafa í beiðnakerfi Advania.

Advania vinnur umbeðin verk sem berast inn á þjónustuborðið í símtölum eða með öðrum hætti og innheimtir gjald fyrir slíka vinnu samkvæmt gjaldskrá Advania. Umsamin sérkjör viðskiptavinar taka mið af gildandi gjaldskrá hverju sinni.


Viðbragðstími er mismunandi eftir þeirri þjónustuleið sem viðskiptavinur velur. Skilgreindur viðbragðstími felur ekki í sér að vandamálið sé leyst á þeim tíma heldur eingöngu að viðskiptavinur fái svör frá Advania um að vinna sé hafin. Viðskiptavinur getur einnig sent inn tölvupóst á netfangið bc@advania.is sem stofnar sjálfkrafa beiðni í beiðnakerfi Advania.


Í þjónustugátt Advania er hægt að fylgjast með stöðu og uppfæra verk eftir þörfum. Einnig er hægt að stofna ný verk ef upp koma mál sem þarfnast úrlausnar. Þegar þjónustubeiðnin er fyllt út borgar sig að skrifa greinargóða lýsingu á vandamálinu sem þú stendur frammi fyrir þannig að við getum brugðist hratt og örygglega við.


Á þessum upplýsingavef Advania fyrir Business Central er að finna ýmislegt kennsluefni fyrir Business Central, hvort heldur sem er fyrir viðbætur frá Advania eða grunnkerfi Microsoft. Kennsluefnið er opið öllum.

Nálgast má kennsluefni á Business Central hjá Advania


Advania er með veffyrirlestra um ákveðin málefni sem notendur geta skráð sig á. Allir skráðir einstaklingar á póstlista Advania í Dynamics 365 Business Central fá upplýsingar um veffyrirlestra en einnig er hægt að fylgjast með næstu dagskrá veffyrirlestra á heimasíðu Advania.

Skráning á póstlista fer fram á https://businesscentral.advania.is/postlistar/


Viðskiptavinir geta sent erindi inn á Business Central þjónustuborð Advania og fengið úrlausn sinna mála með því að nýta innifalda tíma í hverjum mánuði. Fari verk umfram innifalda tíma er viðskiptavinur upplýstur um slíkt og tilkynnt að greiða þurfi fyrir verkið samkvæmt gjaldskrá og kjörum viðskiptavinar.

Ónýttir tímar hvers mánaðar mynda ekki inneign yfir í næsta mánuð á eftir heldur fyrnast um hver mánaðarmót. Innifalda tíma er eingöngu hægt að nýta í almenna þjónustu en ekki sérbreytingar á Business Central.


Viðskiptavinur með þjónustusamning sem innifelur bókanleg þjónustusímtöl getur bókað frí 15 mín símtöl í gegnum bókunarsíðu á Business Central vef Advania. Símtölin eru bókuð í dagatal og fara fram í gegnum Teams fundarboð.

Þessum símtölum er fyrst og fremst ætlað að leysa einfaldar spurningar. Komi það í ljós í samtalinu að um flóknara mál sé að ræða er viðskiptavini boðið að stofnað sé verk sem fer á þjónustuborðið til úrlausnar. Ekki er greitt fyrir þessi 15 mín símtöl. Komi til þess að símtalið fari umfram þessar 15 mín er viðskiptavini tilkynnt að rukka þurfi fyrir símtalið samkvæmt gjaldskrá Advania.

Bókanleg þjónustusímtöl fara fram í gegnum bókunarsíðu sem verður aðgengileg í október 2024.


Advania viðbæturnar IS Reports og Advania IS365 eru grunnur að íslenskri staðfæringu fyrir Business Central. Með viðbótunum bætast við kerfið ýmsar aðlaganir sem Advania hefur þróað í gegnum tíðina fyrir íslenska markaðinn. Sumar af þessum aðlögunum eru nauðsynlegar til að kerfið uppfylli lög um bókhald. Viðskiptavinur sem er á þjónustusamningi nýtur þess að fá þessar viðbætur frítt, annars er greitt fyrir þessar viðbætur skv. verðskrá.

Nánari upplýsingar um þessar viðbætur


Notendaumsjón innifelur þjónustu tengt notendaumsýslu í Business Central.

Eftirfarandi atriði eru innifalin. Annað utan þessarar upptalningar er greitt sérstaklega fyrir, þ.m.t. umsýsla heimildastýringa í Business Central.

  • Umsýsla leyfa Microsoft fyrir Business Central, þ.e. pöntun á nýjum leyfum, breyting á leyfum eða uppsögn leyfa.
  • Stofnun notenda í Microsoft umhverfi viðskiptavinar.
  • Úthlutun og/eða breyting á Business Central leyfum notenda í Microsoft umhverfi viðskiptavinar.
  • Endurstilling lykilorða notenda í Microsoft umhverfi viðskiptavina.

*Notendaumsjón er háð því að viðskiptavinur hafi gefið Advania viðeigandi heimildir til umsýslu notendaupplýsinga í Microsoft umhverfi sínu.


Advania hefur þróað Power BI fjárhagsskýrslur ofan á staðlað Business Central kerfi. Þessar skýrslur fylgja frítt með Standard og Premium þjónustusamningum. Hér er eingöngu átt við skýrslurnar sjálfar. Power BI leyfi fylgir því ekki með en viðskiptavinur þarf sjálfur að tryggja að slík leyfi séu til staðar á þeim notendum sem munu nota skýrslurnar. Jafnframt fylgir Advania Power Plaform viðbótin með en hún virkar sem tenging á milli Business Central og Power BI.

Hægt er að kaupa Power BI leyfi í gegnum Advania ef þörf krefur.

Nánari upplýsingar um þessar viðbætur


Þjónustuleiðir innifela mismunandi afslátt af gjaldskrá Advania á útseldri vinnu í samræmi við ábyrgð Advania á hugbúnaði samkvæmt almennum viðskiptaskilmálum. Afsláttur gildir ekki af vinnu tengdri Business Central en ekki innan annarra deilda Advania.


Þjónustustjóri/viðskiptastjóri ber ábyrgð á að setja upp reglulega stöðufundi með viðskiptavini þar sem farið er yfir samstarfið og stöðu einstakra mála ef þess gerist þörf. Fjöldi stöðufunda á ári fer eftir valinni þjónustuleið. Stöðufundur fara fram í gegnum Teams, nema ef um annað er samið. Í þeim tilvikum þar sem óskað er eftir fundi hjá viðskiptavini gilda almenn ákvæði almennra viðskiptaskilmála Advania um ferðakostnað.


Innifalið í útgáfueftirlit

  • Eftirlit með mánaðarlegum uppfærslum sem og vor og haust útgáfum frá Microsoft.
  • Viðskiptavinur fær tilkynningu frá Advania ef það kemur í ljós að viðbætur í umhverfi viðskiptavina muni brotna við næstu uppfærslu.
  • Þetta á við viðbætur og sérbreytingar Advania sem og frá þriðja aðila.
  • Tillögur að úrbótum sendar á viðskiptavin.
  • Útgáfueftirlit felur ekki í sér lagfæringar á þeim vandamálum sem upp geta komið.

Í Premium áskriftum er innifalinn skilgreindur viðskiptastjóri. Það er m.a. í verkahring viðskiptastjóra að hafa heildar yfirsýn á mál viðskiptavinar innan Advania og bregðast við ef þess gerist þörf. Viðskiptavinur getur einnig leitað til viðskiptastjóra með mál sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Allar þjónustubeiðnir skulu þó sendar á þjónustuborð Advania.


Frá undirritun samnings er samningurinn bundinn skv. skilgreindum tíma á valinni þjónustuleið. Að binditíma loknum framlengist binditími skv. almennum viðskiptaskilmálum og grunnsamningi við Advania.


Valkvæðar viðbætur

Hægt er að bæta við viðbótum við þjónustuleiðir. Mismunandi valkostir standa til boða út frá valinni þjónustuleið.

Með afritunarþjónustu er tekið mánaðarlegt afrit af Business Central hvers viðskiptavinar og vistað á skilgreindu svæði í Azure Blob Storage hjá viðskiptavini. Advania geymir engin afrit af gögnum.

Að sama skapi er eingöngu um afritunarþjónustu að ræða og því eru engar prófanir framkvæmdar á afritinu. Prófanir á afriti eru í höndum hvers viðskiptavinar. Jafnframt er það á ábyrgð viðskiptavinar að taka afrit af öryggisafritinu á skilgreinda Azure Blob Storage svæðinu og vista innan lögsögu Íslands í samræmi við lög og reglur um bókhald.

Þegar afritunartaka hefur verið framkvæmt fær viðskiptavinur tölvupóst með upplýsingum um að afrit sé tilbúið á fyrrgreindu Azure Blob Storage svæði.

Azure Blob Storage krefst áskriftar hjá Microsoft og er greitt fyrir þjónustuna skv. gjaldskrá Microsoft. Sé þess óskað getur Advania sett upp áskrift fyrir viðskiptavini.


LýsingInnifalið

Útgáfustýringar í GitHub umhverfi Advania

Reglulegt build á móti næstu minor og major útgáfu Business Central

Skjölun allra breytinga

Kóði uppfærður fyrir nýjustu útgáfu af Business Central

Uppsetning á uppfærðum breytingum í sandboxi fyrir Major útgáfu

Aðstoð við notendaprófanir

Umsemjanlegt

Útgáfustýringar í GitHub umhverfi Advania

Sérbreyttur  kóði er geymdur í GitHub kóðageymslu Microsoft. Haldið er utan um allar kóðabreytingar og útgáfur af sérbreytingunum.

Vikuleg uppfærsla á móti næstu minni og stærri útgáfu af Business Central

Í hverjum mánuði gefur Microsoft út uppfærslur/lagfæringar á Business Central en tvisvar á ári eru síðan gefnar út stærri breytingar.

Advania keyrir vikulega build á móti næstu minor og tvisvar á ári á móti næstu major greinum frá MS og setur af stað nánari skoðun ef sérbreytingar brotna við slíka keyrslu.

Skjölun allra breytinga

Allar breytingar eru skráðar og rekjanlegar í GitHub. Þar kemur t.d. fram hvað í kóðanum er breytt í hverju sinni, af hverjum og hvenær.

Kóði uppfærður fyrir nýjustu útgáfu af Business Central

Nauðsynlegar breytingar gerðar til að sérbreytingar keyri í uppfærðu kerfi af Business Central. Ef sérbreytingar brotna vegna þess að Microsoft kynnir nýja virkni í Business Central fellur það fyrir utan þetta verklag. Viðskiptavini er þá gert grein fyrir þessum breytingum og ákvörðun um áframhald tekið í samráði við viðskiptavin.

Uppsetning á uppfærðum breytingum fyrir major útgáfur

Uppsetning á komandi útgáfu Business Central ásamt uppfærðum sérbreytingum tilbúið til notendaprófana. Viðskiptavinur skal tryggja að eitt sandbox sé laust til uppsetningar. Advania uppfærir einnig raunuhverfi viðskiptavinar í framhaldi af prófunum í prófunarumhverfi.

Aðstoð við notendaprófanir

Uppfærslutrygging felur ekki í sér notendaprófanir heldur eingöngu tæknilegu viðhaldi á sérbreytingum, nema um annað hafi verið samið. Prófanir þar sem farið er í gegnum skilgreinda viðskiptaferla eru á ábyrgð viðskiptavinar nema samið verði um að Advania veiti slíka þjónustu.


Haldið er sérstaklega utan um endurnýjunartíma búnaðarskilríkja viðskiptavinar fyrir bankasamksipti og hann látinn vita þegar styttist í endurnýjun.

Viðskiptavinur sækir um nýtt skilríki hjá Auðkenni og sendi Advania til innlestrar. Í framhaldi af innlestri eru þeir notendur í Business Central uppfærðir sem þurfa að notast við þessi nýju búnaðarskilríki.


Til viðbótar við það grunneftirlit sem er í gangi með umhverfum viðskiptavina sem eru í Standard, Premium og Premium + viðskiptavinum er hægt að bæta við viðbót sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins varðandi umhverfiseftirlit.

Gerð er aðlögun á stöðluðum skýrslum Microsoft og viðskiptavini gefin aðgangur að viðkomandi skýrslu.

Greitt er gjald fyrir skýrslu út frá flækjustigi skýrslunnar.


Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessar þjónustuleiðir fyrir Business Central? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.