Við bjóðum upp á lausnir fyrir ólíkan rekstur
LS Central er afgreiðslukerfi frá LS Retail sem byggir ofan á Business Central. Kerfið hefur margsannað sig í íslenskum verslunar- og veitingageira og hentar verslunum og fyrirtækjum í ólíkum rekstri. LS Central býður upp á fjölbreytta virkni og með viðbótum Advania er síðan hægt að útvíkka virknina enn frekar og þannig straumlínulaga alla ferla.
Hvað býður LS Central upp á?
Sjálfs-, snertilaus og hefðbundin afgreiðsla
Býður upp á hefðbundna afgreiðslu, sjálfsafgreiðslu eða blöndu af báðu, með möguleika á að aðlaga þjónustuna eftir staðsetningu.
Viðskiptavinum gefst kostur á að nýta ScanPayGo appið til að skanna vörur og greiða auðveldlega fyrir í farsímanum sínum.
Viðskiptavinum gefst einnig kostur á að panta á netinu og velja hvort þeir sækja í verslun eða fá vöruna senda heim.
Sjálfvirkar endurpantanir
- Dragðu úr vöruskorti á meðan þú heldur birgðarstöðu réttri og lámarkaðu þannig sóun og skemmdir
- Endurnýjaðu vörur með ólíkan líftíma á sem skilvirkastan hátt
- Notaðu sjálfvirkni til að endurpanta nákvæmlega þær vörur sem þú þarft til að hámarkasölu
- Haltu utan um birgðarstöðu í bakendanum og í handtölvum
Vildaraðild og tilboð
- Stilltu verð, tilboð og afslætti miðlægt, kerfið sér svo um að uppfæra alla endapunkta hvort sem er afgreiðslukassa, rafræna hillumiða eða vefverslun.
- Bjóddu viðskiptavinum upp á vildarkjör hvort sem er með stigum, verðlaunum eða sérstökum tilboðum.
- Notaðu skýrslur og greiningartól til að hagræða auglýsingaherferðum
Heildar yfirsýn yfir gögn
- Fylgstu vel með lykilmælikvörðum og taktu betri ákvarðanir með rauntímaskýrslum og innsýni byggðri á gervigreind
- Skoðaðu gögn í rauntíma út á afgreiðslukössum eða upp í aðalsafni, til að tryggja vanræðalausa starfsemi, greiðslur og viðskipti
Samræmd upplifun á milli verslunar og stafrænnar
- Leyfðu viðskiptavinum að versla hvar og hvenær sem þeim hentar með vefverslunarhlutum sem styðja við netgreiðslur, afhendingar í verslunum og heimsendingum
- Bjóddu upp á samræmda og persónulega upplifun á öllum sölustöðum, hvort sem er í verslun eða á netinu.
Samtengt kerfi á milli allra afgreiðslustaða
- Stjórnaðu matreiðslu, eldhúsi, uppskriftum og jafnvel borðaþjónustu með sama kerfi og þú notar í aðra hluti í rekstrinum.
- Fáðu alla þá virkni sem þú þarft í reksturinn, allt frá samþættingu við vigtir og rafræna hillumiða til sjálfvirka afslátta á vörum sem eru að renna út.
Diamond samstarfsaðili
Advania hefur hlotið viðurkenningu sem LS Retail Diamond partner árin 2023, 2024 og 2025 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail.
Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili LS Retail á Íslandi og leika vörur LS Retail lykilhlutverk í lausnum Advania fyrir verslunargeirann. Advania bíður upp á heildarlausnir fyrir stórar sem smáar verslanir, hvort heldur sem um er að ræða einfalt afgreiðslukerfi, vefverslarnir, sjálfsafgreiðslu eða stjórnun innkaupa svo eitthvað sé nefnt.
Það er ódýrara að vera í skýinu
Með Business Central í skýinu verður kostnaður lægri og fyrirsjáanlegri og engin stór uppfærsluverkefni aftur. Reikningar fyrir hýsingu og rekstur kerfisins hverfa því allt er þetta innifalið í áskriftargjöldum. Því hafa fyrirtæki alltaf sveigjanleika til að bæta við eða fækka notendum sem greitt er fyrir.
Í skýinu þekkist ekki tækniskuld. Þegar nýjungar koma fram er hægt að byrja að nýta þær strax og ekki þörf á kostnaðarsömum breytingum til að tengja útgáfu fyrirtækisins af kerfinu.
Við höfum lausnina fyrir smærri aðila
Verslunarkerfið frá Shopify hefur margsannað sig í íslenskum verslunargeira. Kerfið hentar smáum verslunum og fyrirtækjum og býður upp á ýmsa virkni, annað hvort með stöðluðum lausnum eða viðbótum frá úr markaðsstorgi Shopify.
Tenging við Shopify er innifalin í áskriftinni að Business Central.
Viðbætur frá Advania
Advania íslenskur grunnpakki
Advania IS365Lausnin er grunnlausn Advania og fylgir öllum uppsetningum, frítt. Lausnin er önnur af tveimur lausnum sem ætlað er að styðja við Dynamics 365 Business Central þannig að það uppfylli skilyrði um íslenskt bókhald.
Advania VSK skil
Advania VAT ReportingLausnin heldur utan um virðisaukaskattsuppgjör og sendir með rafrænum hætti til yfirvalda. Lausnin reiknar uppgjörið og sannvottar áður en möguleiki er á að senda það rafrænt inn.
Afgreiðslukerfi
Advania StoreLausnin býður upp á skráningu á tegund greiðslu með t.d. korti, peningum, millifærslu eða inneign.
Launakerfi
Advania PayrollLausnin heldur utan um launafólk, vinnuframlag þeirra og kjarasamninga ásamt skilum til ríkisskattstjóra á launatengdum gjöldum. Öflugur og hraður útreikningur launa sem getur tekið á hinum ýmsu flækjustigum.
Tölum saman
Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.