Verktakamiðar lánardrottna

Advania Vendor Tax Code

Lausnin merkir lánardrottnafærslur eftir verktakamiðakótum sem settir eru á lánardrottna. Lausnin vinnur þannig að þegar tegund fylgiskjals er Reikningur eða Kreditreikningur þá kemur verktakamiðakótinn með í bókun inn í lánardrottnafærslu.

Uppsetning

Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.

Uppsetningarskjal

Fyrstu skrefin

Við viljum auðvelda þér fyrstu skrefin í Advania Vendor Tax Code og höfum því útbúið myndbönd til að koma þér hratt og vel af stað.

Viltu prufa?

Advania Vendor Tax Code er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.

Prufaðu frítt
Hvernig sæki ég viðbót?
er eitthvað annað sem þú vilt læra?

Kennslumyndbönd

Hér er farið yfir það skref fyrir skref hvernig unnið er með Advania Vendor Tax Code lausnina.
Hér er farið yfir það hvernig Advania Vendor Tax Code er sett upp.

Viltu fast verð í uppsetningu?

Advania býður upp á fast verð í uppsetningu á öllum Business Central lausnum sínum. Ef myndböndin eru ekki nóg eða þú vilt einfaldlega fá aðstoð, þá geturðu fengið fast verð í það.

Eftirfarandi er gert þegar Verktakamiðar lánardrottna er sett upp út frá föstu verði.

  • Virkja app fyrir verktakamiða.
  • Grunngögn Advania fyrir verktakamiða lesin inn.
  • Kennitala fyrirtækis sett upp í stofngögn.

Kennslupakki:

  • Uppsetning og kennsla við að setja sjálfgefna verktakamiðamerkingu á einn lánardrottinn.
  • Kennsla við að skrá verktakamiðamerkingu í færslubók.
  • Kennsla við að bæta við verktakamiðamerkingu á nú þegar bókað skjal.
  • Kennsla við að sækja verktakamiðafærslur og stemma verktakmiða við bókaðar færslur. Yfirferð í gegnum skýrslur til afstemmingar.
  • Aðstoða við að senda til RSK verktakamiða ef þess er óskað.