Lykilvirkni
Viðbótin Advania útflutningur gerir fyrirtækjum kleift að vinna með tollskýrslur í Business Central á einfaldan og skilvirkan hátt. Hún býður upp á sérsniðna valmynd þar sem hægt er að stofna, breyta og senda útflutningsskýrslur rafrænt til tollsins. Gögn um vörur, tollflokka og verð flytjast sjálfkrafa inn úr sölupöntunum. Ferlið tryggir samræmi í skráningu og einfaldar afgreiðslu.
- Tollskýrslur útflutnings unnar og sendar úr Business Central
- Rafræn samskipti við tollinn
- Upplýsingar koma sjálfkrafa inn í tollskýrslu úr söluskjölum
- Tengist beint inn í fjárhag
- Einfaldar vinnu og afgreiðslu útflutningsskýrslna
- Samræmir skráningu
Uppsetning
Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að grunnurinn sé góður þegar farið er af stað.
Verð
Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.
Ótakmarkaður notandi: 5.000 kr.
Viltu prufa?
Advania útflutningur er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.