Áskriftarreikningar

Advania Subscription Invoices

Lausnin heldur utan um samninga viðskiptavina vegna áskriftar á ákveðinni þjónustu eða vöru og einfaldar reikningakeyrslu. Lausnin hentar fyrirtækjum sem selja reglubundna þjónustu og vörur, svo sem húsaleigu, þrifaþjónustu, blaðaáskrift, bílaleigu o.s.frv.

Uppsetning

Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.

Uppsetningarskjal

Fyrstu skrefin

Við viljum auðvelda þér fyrstu skrefin í Advania Subscription Invoices og höfum því útbúið myndbönd til að koma þér hratt og vel af stað.

Viltu prufa?

Advania Supscription Invoices er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.

Prufaðu frítt
Hvernig sæki ég viðbót?
er eitthvað annað sem þú vilt læra?

Kennslumyndbönd

Hér er farið yfir fyrstu skrefin í notkun á Advania Subscription Invoices.
Í þessu myndbandi er farið yfir uppsetningu á Advania Subscription Invoices

Viltu fast verð í uppsetningu?

Advania býður upp á fast verð í uppsetningu á öllum Business Central lausnum sínum. Ef myndböndin eru ekki nóg eða þú vilt einfaldlega fá aðstoð, þá geturðu fengið fast verð í það.

Eftirfarandi er gert þegar Áskriftarreikningar er sett upp út frá föstu verði.

 • Virkja app fyrir áskriftarreikninga.
 • Grunngögn Advania fyrir áskriftarreikninga lesin inn.
 • Stilling á númeraröðum.
 • Stilling á bókunarflokkum/tengingum.

Kennslupakki:

 • Uppsetning og kennsla við að stilla heimildir á einn notanda í BC fyrir áskriftarreikningum.
 • Uppsetning og kennsla að stofna einn forða.
 • Uppsetning og kennsla að stofna einn áskriftarreikning og tengja einn forða við reikninginn.
 • Uppsetning og kennsla að tengja vísitölu við einn áskriftarreikning og uppfæra vísitölu neysluverðs. Vístala neysluverðs er uppfærð handvirkt í kerfinu á milli tímabila.
 • Uppsetning og kennsla að tengja gjaldmiðlaþróun við einn áskriftarreikning og uppfæra gengi.
 • Uppsetning og kennsla við að reikningsfæra einn áskriftarsamning.
 • Uppsetning og kennsla við að uppfæra vísitölur, áskriftarreikning og verð á forða.