Lykilvirkni
Lausnin býður upp á ýmsa hagnýta möguleika við innkaup, svo sem:
- Ýmsar hjálplegar aðgerðir í innkaupabókun ofl.
- Athugun á reikningsnúmeri lánardrottni strax við innslátt í innkaupaskjöl.
- Afstemming á heildarupphæð reiknings miðað við innkaupalínur.
- Sundurliðun upplýsinga úr innkaupalínum s.s. miðað við texta í fyrstu línu og bókunartexta. Einnig sundurliðun á færslutexta á sama reikning miðað við mismunandi lýsingu t.d. símareikningar á sömu vídd með mismunandi texta.
- Mismunandi færslutexti á lánardrottnafærslum.
- Bókun á magni í innkaupalínum niður í magn reit í fjárhagsfærslum. Getur verið gott til að halda utan um kwh stunda notkun á rafmagni, eldsneytiseyðslu ofl.
Uppsetning
Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.
Verð
Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.
Ótakmarkaður notandi: 2.300 kr. án vsk.
Viltu prufa?
Advania Purchase Addons er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.