Advania innkaupaviðbætur

Advania Purchase Addons

Lykilvirkni

Lausnin býður upp á ýmsa hagnýta möguleika við innkaup, svo sem:

  • Ýmsar hjálplegar aðgerðir í innkaupabókun ofl.
  • Athugun á reikningsnúmeri lánardrottni strax við innslátt í innkaupaskjöl.
  • Afstemming á heildarupphæð reiknings miðað við innkaupalínur.
  • Sundurliðun upplýsinga úr innkaupalínum s.s. miðað við texta í fyrstu línu og bókunartexta. Einnig sundurliðun á færslutexta á sama reikning miðað við mismunandi lýsingu t.d. símareikningar á sömu vídd með mismunandi texta.
  • Mismunandi færslutexti á lánardrottnafærslum.
  • Bókun á magni í innkaupalínum niður í magn reit í fjárhagsfærslum. Getur verið gott til að halda utan um kwh stunda notkun á rafmagni, eldsneytiseyðslu ofl.

Uppsetning

Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.

Uppsetningarskjal

Verð

Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.

Ótakmarkaður notandi: 2.300 kr. án vsk.

Viltu prufa?

Advania Purchase Addons er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.

Prufaðu frítt
Hvernig sæki ég viðbót?
er eitthvað annað sem þú vilt læra?

Kennslumyndbönd

Í þessu myndbandi er farið í gegnum það hvernig hægt er að bóka færslur út frá mismunandi lýsingum.
Farið er í gegnum helstu virkni vörunnar við bókun á innkaupareikning.
Sýnt er hvernig varan er virkjuð og helstu stillingar á uppsetningarsíðu.

Viltu aðstoð við uppsetningu?

Advania býður upp á fast verð í uppsetningu á öllum Business Central lausnum sínum. Ef myndböndin eru ekki nóg eða þú vilt einfaldlega fá aðstoð, þá geturðu fengið fast verð í það.

Eftirfarandi er gert þegar Advania innkaupaviðbætur er sett upp út frá föstu verði.

  • Virkja app fyrir innkaupaviðbætur.
  • Grunngögn Advania fyrir innkaupaviðbætur lesin inn.

Kennslupakki

  • Sýna virkni gagnvart reikningsnúmeri lánardrottins á innkaupareikningum.
  • Sýna virkni hvernig kerfið stemmir af upphæð reiknings á móti greiðsluupplýsingum.
  • Kennsla við að setja inn bókunartexta inn á lýsingu á innkaupareikningi.

Verð í uppsetning

Verð: 47.000 kr. án vsk.