Lykilvirkni
Lausnin býður upp á viðbótarvirkni við meðhöndlun á afsláttum út frá einstaka vörum og viðskiptamönnum.
- Margreytilegir afslættir viðskiptamanna.
- Afsláttur niður á stakt vörunúmer og kóta yfirflokks vöru.
- Mismunandi afsláttur viðskiptamanns eftir Sendist-til aðsetrum.
- Hægt að setja gildistíma á afsláttinn.
- Takmörkun í söluskjölun hvað notandi má gefa mikinn afslátt.
Uppsetning
Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.
Verð
Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.
Ótakmarkaður notandi: 1.350 kr. án vsk.
Viltu prufa?
Advania Item Sales Discount er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.