Lykilvirkni
Tollframkvæmdin er lögbundin eins og önnur stjórnsýsla og hafa því verið settar um hana ýmsar reglur sem gæta þarf við innflutning og útflutning. Þannig ber almennt að skrá allar innfluttar og útfluttar vörur. Skráning vöruflæðis til og frá landinu er forsenda þess að tollheimtu og tolleftirliti verði komið við. Sú lagaskylda er því lögð á viðskiptavini tollsins, innflytjendur og ýmsa aðra sem stunda milliríkjaviðskipti, að þeir láti tollyfirvöldum í té upplýsingar í tollskýrslu um þær vörur sem þeir flytja til eða frá landinu.
- Tollakerfi vegna innflutnings.
- Rafræn samskipti við Tollstjóra.
- SAD Skýrsla.
- EDI samskipti.
Uppsetning
Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.
Verð
Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.
Ótakmarkaður notandi: 6.300 kr. án vsk.
Viltu prufa?
Advania Customs Import er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.