Advania tollur

Advania Customs Import

Lykilvirkni

Tollframkvæmdin er lögbundin eins og önnur stjórnsýsla og hafa því verið settar um hana ýmsar reglur sem gæta þarf við innflutning og útflutning. Þannig ber almennt að skrá allar innfluttar og útfluttar vörur. Skráning vöruflæðis til og frá landinu er forsenda þess að tollheimtu og tolleftirliti verði komið við. Sú lagaskylda er því lögð á viðskiptavini tollsins, innflytjendur og ýmsa aðra sem stunda milliríkjaviðskipti, að þeir láti tollyfirvöldum í té upplýsingar í tollskýrslu um þær vörur sem þeir flytja til eða frá landinu.

  • Tollakerfi vegna innflutnings.
  • Rafræn samskipti við Tollstjóra.
  • SAD Skýrsla.
  • EDI samskipti.

Uppsetning

Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.

Uppsetningarskjal

Verð

Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.

Ótakmarkaður notandi: 6.300 kr. án vsk.

Viltu prufa?

Advania Customs Import er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.

Prufaðu frítt
Hvernig sæki ég viðbót?

Viltu aðstoð við uppsetningu?

Advania býður upp á fast verð í uppsetningu á öllum Business Central lausnum sínum. Ef myndböndin eru ekki nóg eða þú vilt einfaldlega fá aðstoð, þá geturðu fengið fast verð í það.

Eftirfarandi er gert þegar Advania tollur er sett upp út frá föstu verði.

  • Virkja appið fyrir tollakerfið í grunni
  • Grunngögn Advania fyrir tollakerfið lesin inn þ.á.m. tollskrá og tollagjöld
  • Grunnuppsetning á tollakerfi sett upp þ.a. kerfið sé tilbúið til notkunar
  • Uppsetning á Staka sem sér um EDI samskeyti við Tollstjóra og virkja Staka
  • Sannvotta uppsetningu

Kennslupakki

  • Stofna eina innkaupapöntun
  • Stofna eina tollskýrslu, sækja innkaupapöntun og ganga frá skráningu á gögnum frá flutningsaðila
  • Mynda kostnaðarauka og bóka þá sem og innkaupapöntunina
  • Yfirferð á verðútreikningi
  • Sagt frá möguleikum á því hvernig unnt er að gera ráð fyrir aukalegum kostnaði eins og t.d. vaxtakostnaði í verðútreikningi
  • Fara yfir bókanir á kostnaðaraukum og innkaupapöntun
  • Yfirferð á því hvernig skuldfærslugögn frá Tollstjóra eru lesin inn í færslubók

Verð í uppsetning

Verð: 190.000 kr. án vsk.

Við erum stöðugt að betrumbæta vörurnar okkar

Nýjustu útgáfurnar