Lykilvirkni
Hugbúnaðarfyrirtækið Bókun býður upp á hugbúnað sem ætlaður er fyrir ferðaþjónustuaðila. Reikningar úr þessu kerfi eru ekki samþykktir af Ríkisskattstjóra og því eru fyrirtæki að færa reikningana yfir í Business Central og þar er hægt að fá löglega reikninga fyrir Ríkisskattstjóra.
- Samskipti við bókunarkerfi sem ferðaþjónustuaðilar nota.
- Innlestur á pöntunum frá bókun inn í Business Central.
Uppsetning
Áður en hægt er að nota lausnina þarf að fara í gegnum ákveðna uppsetningu. Við leiðum þig í gegnum skrefin sem þarf að klára þannig að þú getir byrjað fljótt og örugglega.
Verð
Mánaðarverð vörunnar er reiknað út frá fjölda notenda með úthlutuð Business Central leyfi.
Ótakmarkaður notandi: 6.300 kr. án vsk.
Viltu prufa?
Advania Bókun Connection er hægt að prufa frítt með því að sækja viðbótina í AppSource hjá Microsoft, beint inn í Business Central.
Ef viðbótin hentar er svo lítið mál að virkja áskriftina.