Advania Verifone skýjatenging
Útgáfudagur: 04.12.23
Útgáfunúmer: 23.0.10.0
Útgáfa
Útgáfa 1 af Advania Verifone skýjatengingu fyrir Business Central 2023 Wave 2.
Lýsing
- Fyrsta útgáfa af Advania Verifone skýjatengingu fyrir greiðsluposa.
Uppsetning
- Til að setja upp þarf að fara í Þjónustutengingar eða leita beint að Verifone Skýjatenging uppsetning. Byrjað á því að fara í að Hlaða niður uppsetningargögnum
- Niðurhalið skilar upplýsingum um kortaútgefendur sem þarf að fjárhagstengja
- Í uppsetningu þarf að setja inn Kenni notanda, API lykil og Verifone kenni þjónustu. Þessu er öllu úthlutað hjá Verifone. Verifone sölukenni og Verifone POI kenni er sett upp ef verið er að nota einn posa, annars þarf að fara í notendauppsetningu þegar verið er að nota marga posa. Einnig þarf að ákveða hvort leyfa eigi að eyða færslum sem hafa farið í gegnum Verifone posa.
- Ef nota á fleiri en einn posa þá eru uppsetningarreitir hafðir auðir og í staðinn sett í Verifone posalista og síðan tengt í notandauppsetningu
Græna vefslóðin í uppsetningu er síðan sú sem er virk - Lokaskrefið eftir uppsetningu er að virkja kerfið.
Ef fyrirtæki er með fleiri en einn samning þá er uppsetningin svona:
Við uppsetningu á Posunum í BC þá skilurðu uppsetningar reitina eftir tóma eins á myndinni hér að neðan:
- Ferð í yfirlit og ferð inn á síðuna Verifone posalisti:
- Hér inni eru svo settar inn allar upplýsingar fyrir Posana þegar þeir eru fleiri en einn:
Leiðbeiningar
- Notkun kerfisins fer fram í söluskjölum t.d. Sölupöntun
- Pöntunin er stofnuð og síðan er farið í Pöntun og Verifone greiðsla
- Smellt er á Í lagi og samskiptin við posann fara í gang
- Ef allt er eðlilegt þá fer þetta í gegn og það verða til verifone færslur
- Það verða til Verifone greiðslulínur í sölupöntuninni þar sem hægt er að sjá allar upplýsingar
- Einnig er hægt að prenta kvittun ef beðið er um það. Posastrimill.
- Einnig er hægt að sjá allar kortafærslur á ákveðnum stað,
- Verifone færslur - þar er t.d. aðgerð þar sem hægt er að bóka færslur í viðskiptamannabókhald.