Advania Signet tenging
Útgáfudagur: 22.09.23
Útgáfunúmer: 23.0.51.0
Útgáfa
Útgáfa 1 af Advania Signet Connection fyrir Business Central 2023 Wave 2.
Lýsing
- Uppfærsla úr BC22.
- Signet undirritun bætt við beint úr sölutilboði.
Signet Undirritun
Notkun á Signet undirritun er til að byrja með eingöngu samþykkt á útsendum sölutilboðum. Notkun á þessari lausn krefst þess að vera með áskrift á Signet hjá Advania.
- Sölutilboðið fyllt út með heðfbundnum hætti og síðan er farið í aðgerðina Stofna Signet Undirritun
- Öll skjöl sem tengjast þessari samþykkt er hægt að sjá í Fact Boxi - Signet Undirritun.
- Þá kemur upp þessi gluggi þar sem tilgreindir eru þeir sem eiga að undirrita skjalið. Skoða vel tool tip á bak við hvern reit í haus.
- Fara síðan í Heim og Senda fylgiskjal til undirritunar - Sendist skjalið í tölvupósti
- Þá kemur tölvupóstur á viðtakandann.
- Smellt er á hlekkinn til að undirrita skjalið.
- Slá þarf inn símanúmer og innskrá til undirrita með rafrænum skilríkjum.
- Skilaboð koma í símann sem þarf að staðfesta.
- Smella þarf á Undirrita og þá koma aftur skilaboð í símann til að staðfesta.
- Skilaboð koma í tölvupósti.
- Þegar þetta er komið í gegn er hægt að sækja skjalið undirritað til Signet.
- Skjalið undirritað og síðan þarf að fara í Heim og Sækja stöðu fylgiskjals.
- Þá breytist Staða fylgiskjals og í línunni kemur hvenær Undirritað.