Ein áhrifamesta umbótin á þjónustu Advania var ákvörðunin um að gera jafn miklar kröfur um árangur í þjónustu og rekstri. Það þýddi að í hvert sinn sem árangur fyrirtækisins var mældur, var horft til upplifunar viðskiptavina af fyrirtækinu.
Aukin áhersla var lögð á þjónstulund starfsfólks og stjórnenda. Breytt var um nálgun í ráðningum og aukin áhersla lögð á færni í þjónustu, ekki bara tæknilegan skilning.
Nýtt þjónustukerfi var innleitt sem náði yfir öll samskipti við viðskiptavini og stytti boðleiðir. Síðan hefur ánægja viðskiptavina með þjónustuna hækkað jafnt og þétt. Endurgjöf viðskiptavina á þjónustu Advania mældist 4,71 árið 2018 en 4,89 árið 2021.