Þjónusta

Þjónustu- og rekstrarsamningar

Með nýjum þjónustu- og rekstrarsamningum Advania fyrir Business Central tryggir þú greiðan aðgang að þeirri aðstoð sem þú þarft hverju sinni ásamt því að tryggja rekstrarumhverfi Business Central umhverfis fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar

Þjónustugátt

Við viljum veita þér góða þjónustu.

Hægt er að senda inn beiðnir á þjónustuborð Business Central í gegnum þjónustugátt Advania.
Þegar þjónustubeiðnin er fyllt út borgar sig að skrifa greinargóða lýsingu á vandamálinu sem þú stendur frammi fyrir þannig að við getum brugðist hratt og örygglega við.

Hér getur þú sent inn þjónustubeiðni

Við viljum veita góða þjónustu

Við höfum á undanförnum árum rýnt í frammistöðu okkar í þjónustu og mælt árangurinn með endurgjöf frá viðskiptavinum. Satt best að segja þá áttuðum við okkur á því fyrir nokkrum árum að við gætum veitt miklu betri þjónustu.

Árið 2017 voru því gerðar úrbætur út frá sjónarhóli viðskiptavina til að bæta samskiptin við Advania. Viðskiptavinir vildu fá úrlausn sinna mála í fyrsta samtali við fyrirtækið og því var ráðist í að samræma og einfalda framlínuþjónustu okkar.

Síðan höfum við fylgst náið með þjónustumælingum sem meðal annars eru gerðar með Happy or Not-lausninni þar sem stuðst er við endurgjöf á skalanum 1-5.

Ein áhrifamesta umbótin á þjónustu Advania var ákvörðunin um að gera jafn miklar kröfur um árangur í þjónustu og rekstri. Það þýddi að í hvert sinn sem árangur fyrirtækisins var mældur, var horft til upplifunar viðskiptavina af fyrirtækinu.

Aukin áhersla var lögð á þjónstulund starfsfólks og stjórnenda. Breytt var um nálgun í ráðningum og aukin áhersla lögð á færni í þjónustu, ekki bara tæknilegan skilning.

Nýtt þjónustukerfi var innleitt sem náði yfir öll samskipti við viðskiptavini og stytti boðleiðir. Síðan hefur ánægja viðskiptavina með þjónustuna hækkað jafnt og þétt. Endurgjöf viðskiptavina á þjónustu Advania mældist 4,71 árið 2018 en 4,89 árið 2021.