Spennandi framtíð viðskiptakerfa með tilkomu gervigreindar
Mikil umræða hefur verið um ChatGPT á Íslandi síðustu mánuði eftir að tilkynnt var að íslenska yrði fyrsta tungumálið, utan ensku, í þróunarfasa nýjustu útgáfu tæknifyrirtækisins OpenAI á gervigreindar-mállíkaninu GPT-4.
Andri Már Helgason
Vörustjóri Business Central
Tilkoma gervigreindar hefur umbreytt nálgun okkar á ýmis verkefni í daglegu starfi. Sér í lagi verkefni sem geta krafist handvinnu og ekki síst tíma. Vissulega er gervigreindin að spretta upp á ólíklegustu stöðum enda hugmyndaflug fólks alveg magnað og það er alveg á hreinu að á næstu vikum/mánuðum/árum á þessi þróun eftir að hafa veruleg áhrif á störf okkar.
Microsoft hefur tekið gervigreindina föstum tökum og er í fararbroddi þegar kemur að því að tengja gervigreindina við núverandi hugbúnað.
Nýlega kynnti Microsoft til leiks nýja þjónustu sem kallast Copilot. Copilot er gervigreind sem Microsoft hefur þróað og byggir á risamállíkandi á borði við GPT. Þessi þjónusta mun á næstunni birtast í nokkrum vörum Microsoft á borði við Word, Excel, PowerPoint og Outlook og einfalda notendum þessa hugbúnaðar ýmsar aðgerðir á borð við textaskrif eða greiningu gagna.
Kíkjum á kynningarmyndband frá Microsoft um Copilot:
Nú kunna sumir að spyrja sig hvernig í ósköpunum þetta virkar og erum við virkilega að leyfa gervigreindinni óhindraðan aðgang að gögnunum okkar?
Til að útskýra virknina á bakvið Copilot er best að horfa á þetta kynningarmyndband:
Íslenskan
Snúum okkur aftur að íslenskunni. Smæð þjóðarinnar og útbreiðsla tungumálsins hefur ekki verið þessi valdandi að íslenskan hafi fengið þá athygli hjá hugbúnaðarframleiðendum sem hún hefur í sjálfu sér þurft. Það tók sem dæmi mörg ár að koma Windows stýrikerfinu yfir á íslensku og enn í dag er mikið af ýmsum hugbúnaði út í hinum stóra heimi sem ekki styður tungumálið okkar. Til þess að fá íslenskuna inn í hugbúnað höfum við oft þurft að reiða okkur á einstaklinga með brennandi áhuga á að þýða hugbúnað.
Það er því óhætt að segja að það hafi vakið mikla athygli þegar tilkynnt var að íslenskan yrði annað tungumálið, utan ensku, til að fara inn í þróunarfasta GPT-4 risamállíkansins. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands frá því í mars 2023 kemur eftirfarandi fram varðandi íslenskuna og GPT-4.
Samstarf Íslands við OpenAI gengur út á að auka færni gervigreindar-mállíkansins GPT-4 í íslensku. Eitt markmiða samstarfsins er að finna leiðir til varðveislu smærri tungumála heimsins, svo tryggja megi að öll tungumál og öll menning eigi sinn stað í stafrænni tækni. Samstarfið kemur í kjölfar fundar sendinefndar forseta Íslands, ráðherra og Almannaróms með Sam Altman, forstjóra og stofnanda OpenAI, í San Francisco í maí 2022.
Þetta vekur því upp ákveðna von hjá manni að á næstu árum getum við farið að sjá gervigreind leysa ýmis verkefni út frá íslenskum skipunum og á sama tíma fá svör frá gervigreindinni á íslensku. Vissulega er ekkert öruggt í því að t.d. Microsoft ákveði að taka íslenskuna inn í sinn hugbúnað en maður má leyfa sér að vona. Við hjá Advania viljum a.m.k. gera allt sem við mögulega getum til að þrýsta á Microsoft að taka upp íslenskuna í Business Central.
Business Central
Viðskiptabókhaldskerfið Business Central hefur nú stigið fyrstu skref sín inn í heim gervigreindarinnar en með því að sækja um prufu af kerfinu í amerískri útgáfu er hægt að skoða þá virkni sem er komin áður en hún fer í almenna dreifingu. Það er þó ekki enn búið að birta neina tímalínu varðandi hvenær það mun gerast en margt sem bendir til þess að það verði haustið 2023.
Það er alveg ljóst að gervigreindin getur hjálpað við hin ólíklegust verkefni í heimi viðskiptakerfa. Endurteknar aðgerðir eru til þess fallnar að verða sjálfvirknivæddar með t.d. verkferlavélum á borð við Power Automate eða þá einfaldlega gervigreind. Eins eru endurtekin verkefni tengt skrifum á texta eitthvað sem hæglega er hægt að leysa með snjallri notkun á gerivgreind.
Með því að prófa amerísku prufuútgáfu Business Central er hægt að skoða þá virkni sem er komin en hún snýr að skrifum á textalýsingu fyrir vörur byggt á þeim eiginleikum sem skráð er á vöruspjaldið. Þessum texta er síðan hægt að varpa yfir á vefverslun og þannig sparað óheyrilegan tíma sem annars færi í að skrifa vörulýsingar fyrir fleiri tugi ef ekki hundruði vara.
Til þess að þetta sé hægt eru hins vegar nokkur skref sem þarf að taka við uppsetningu á vöruspjaldi viðkomandi vöru.
Ég bjó til stutt kynningarmyndband þar sem ég set upp reiðhjólaverslun með Business Central og Shopify vefverslun og sýni hvernig Copilot getur skrifað fyrir okkur lýsingu á vörunni sem síðan birtist á vef í gegnum Shopify.
Kíkjum aðeins á það hvernig Copilot virkar í Business Central.
Með því að renna í gegnum vefverslanir nokkurra íslenskra fyrirtækja er fljótt hægt að sjá hversu algengt það er að enskur texti er einfaldlega endurbirtur frá framleiðanda viðkomandi vöru. Þetta er kannski ekki skrítið þar sem gríðarlegur tími fer í það að endurskrifa texta sem þennan þegar vörurnar í vefverslunni eru farnar að telja hundruði ef ekki þúsundir. Viðbót sem þessi, þ.e. Copilot, í Business Central er því frábær viðbót við kerfi sem er í gríðarlegri framþróun þessa dagana.
Við hjá Advania getum því ekki annað gert en að vona að Microsoft sjái tækifærið sem liggur í því að innleiða örtungumálið okkar inn í Business Central.