17.09.2025

Skref í átt að sjálfbærari tækni með Advania

Í daglegu lífi okkar erum við stöðugt umkringd tölvubúnaði sem uppfærist hratt með nýrri tækni. Þessi hraði veldur oft því að búnaður verður úreltur áður en hann hefur náð fullum líftíma sínum. Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu tölvubúnaðar og tryggja að úreltur búnaður sé fargað á öruggan og ábyrgan hátt.

Sigurbjörn Richter
sölusérfræðingur hjá Innviðalausnum Advania

Hvað er Framhaldslíf búnaðar?

Framhaldslíf búnaðar, eins og það er framkvæmt af Advania, felur í sér ferli þar sem eldri búnaður er forðað frá því að lenda á haugunum með endurnýtingu og endurvinnslu eða endursölu. Þetta felur í sér notkun þriggja lykilleiða:

1.      Endurnýting: Advania tekur á móti tölvubúnaði frá fyrirtækjum, eyðir gögnum og frískar upp á búnaðinn svo hann sé klár í nýtt hlutverk á heimili starfsfólks eða á vinnustaðnum aftur. Í mörgum tilfellum er hægt að kaupa auka ábyrgð á tölvubúnað.

2.      Endursala: Advania í samstarfi við fagaðila erlendis finnum rétta kaupendur á gömlum búnaði sem safnar annars ryki á hillunni. Allur búnaður er yfirfarinn, diskar hreinsaðir og endurbættir áður en þeir fara í fang kaupanda. Í lokin fyrir viðkomandi skýrslu sem tekur fram hversu mikil kolefnissparnaðurinn hafi verið og myndar inneign hjá Advania til þess að kaupa nýjan búnað.

3.      Endurvinnsla: Ef ekki er  hægt að endurnýta eða selja tæki, endurvinna samstarfsaðilar Advania íhluti og hráefni á umhverfisvænan hátt að kostnaðarlausu. Með þessu er hægt að sporna við að gamall búnaður endi í landfyllingum, og tryggja lágmarks umhverfisáhrif.

Framhaldslíf búnaðar er ekki aðeins skynsamlegt frá umhverfislegu sjónarhorni heldur einnig mikilvægt fyrir öryggi og sjálfbærni. Með því að innleiða slíkar lausnir getum við stuðlað að betri framtíð fyrir bæði tæknina og jörðina.

Vegferð Advania

Advania varð fyrsta  upplýsingatæknifyrirtækið á Íslandi til þess að fá losunarmarkmið samþykkt af Science Based Targets Initiative, sem samræmir markmið sín við alþjóðlega loftslagssamninga, eins og Parísarsáttmálann. Með því að fylgja leiðbeiningum SBTi geta fyrirtæki betur sýnt fram á ábyrgð sína í umhverfismálum.

Dell leggur sitt af mörkum

Dell stefnir á að ná kolefnishlutleysi í öllum sviðum, þ.e. scopes 1, 2 og 3 fyrir árið 2050. Fyrir 2030 verður 75% af allri raforku sem Dell notar úr endurnýjanlegum uppsprettum, og 100% fyrir árið 2040.

Hringrásarhagkerfi Dell

1.     Endurnýting og endurvinnsla: Fyrir árið 2030 verður fyrir hverja metríska tonn af vörum sem viðskiptavinur kaupir, eitt metrískt tonn endurnýtt eða endurunnið.

2.     Sjálfbær umbúðir: Fyrir árið 2030 verða 100% af umbúðum gerðar úr endurunnum eða endurnýjanlegum efnum, eða notuð umbúðir aftur.

3.     Vöruefni: Meira en helmingur af innihaldi vara verður framleitt úr endurunnum, endurnýjanlegum eða kolefnislágmörkunarefnum.

Hvað getur þú gert?

Sjálfbærni er ekki aðeins nauðsynleg fyrir umhverfið, heldur einnig fyrir efnahagslega og samfélagslega velferð. Með því að innleiða sjálfbærar lausnir í daglegu lífi og starfi getum við stuðlað að betri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Ef þú hefur áhuga á að læra meira um hvernig fyrirtæki þitt getur tekið þátt í þessari vegferð, bjóðum við upp á fræðslufundi um sjálfbærni og hringrásarhagkerfi.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur til að bóka fræðslufund og fá frekari upplýsingar. Við hlökkum til að heyra frá þér og vinna saman að sjálfbærri framtíð.