Sigurður nýr forstjóri Advania í Danmörku
Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Advania í Danmörku. Hann var áður framkvæmdastjóri rekstarlausna hjá Advania á Íslandi.
Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Advania í Danmörku. Hann hefur verið í lykilstjórnendahópi Advania á Íslandi síðustu 8 ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri rekstarlausna. Sigurður hefur yfir 20 ára reynslu í upplýsingatækni.
“Sigurður hefur víðtæka reynslu í upplýsingatækni og hefur átt farsælan feril sem lykilstjórnandi hjá Advania. Ferill hans hjá fyrirtækinu hefur sýnt getu hans til að knýja fram arðbæran vöxt og er ég þess fullviss að Sigurður mun leiða áframhaldandi uppbyggingu og sókn Advania í Danmörku.” segir Hege Støre forstjóri Advania samstæðunnar.
Advania í Danmörku er systurfélag Advania á Íslandi. Advania samstæðan er með aðsetur í öllum Norðurlöndum ásamt Bretlandi. Heildarstarfsmannafjöldi samstæðurnar telur 4.700 starfsfólk.