Nýtt ár! Hvað nú?
Á þessum tímamótum er algengt að breytingar verði á ýmsum opinberum gjöldum. Bæði verða breytingar á hvað er innheimt en eins líka breytingar á gjöldum til hækkunar eða lækkunar.
Andri Már Helgason
Vörustjóri Business Central
Það er því mikilvægt í lok hvers árs að fylgjast með tilkynningum sem stjórnsýslan sendir frá sér og passa upp á að gera viðeigandi breytingar í fjárhagsbókhaldinu.
Það er hins vegar ekki bara breytingar í opinberri stjórnsýslu sem þarf að huga að heldur þarf að framkvæma ákveðnar aðgerðir í bókhaldinu í Business Central við þessi tímamót. Á hverju ári sendum við út til okkar viðskiptavina tilkynningar og leiðbeiningar um hvað þarf að gera en eins og segir í málshættinum "Aldrei er góð vísa of oft kveðin" og því ákvað ég að taka saman nokkra punkta og myndbönd og birta á vefnum.
Loka fjárhagstímabili og rekstrareikningi
Á nýju ári hefst vinna við uppgjör og frágang ársreikninga fyrir fyrra ár. Þegar þeirri vinnu er lokið þarf að passa upp á að loka fyrra fjárhagstímabili þannig að ekki sé óvart hægt að bóka á röngu tímabili. Eins þarf líka að núlla rekstrarreikninginn. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig þetta er gert í Business Central.
Endurstilling númeraraðar
Gott er að byrja á nýrri númeraröð fjárhags í byrjun nýs árs. Númerarröð getur verið misjöfn en gott er að vera með númeraröð sem endurspeglar það ár sem um ræði.
Senda út launamiða
Senda þarf út launamiða vegna launagreiðslna á árinu 2023. Þeir sem eru með launakerfi Advania í Business Central geta fylgt meðfylgjandi myndbandi:
Taka út launaframtal
Á launaframtali er gerð grein fyrir greiddum launum og öðrum greiðslum til launþega, sem mynda stofn til tryggingagjalds. Taka þarf út launaframtal en þeir sem eru með launakerfi Advania í Business Central geta fylgt meðfylgjandi myndbandi.
Birgðatalning
Á nýju ári er algengt að framkvæmdar séu birgðatalningar til að ná utan um raunbirgðir fyrirtækisins. Með einfaldri aðgerð í Business Central er hægt að færa inn nýja stöðu birgða.
Stilla af bókunartímabil
Það er góð venja að stilla af þær dagsetningar sem heimilt er að bóka á. Þetta er gert með því að opna fjárhagsgrunn og setja inn dagsetningar. Eins er hægt að skilgreina heimildir niður á notendur. Sjá myndaband:
Breyting á innheimtu stéttarfélagsgjalda
Frá áramótum munu Efling, Hlíf og Aldan innheimta félagsgjöld sjálf í stað Gildis áður. Breyta þarf vefinnheimtuaðilum á vefsjóðum fyrir þessi félög í BC launakerfinu.
Skattabreytingar
- Breyting á staðgreiðslu
Um síðustu áramót urðu breytingar á persónuafslætti og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga í samræmi við lög nr. 90/2003. Launakerfi Advania í Business Central tekur mið af þessum breytingum en til þess að fá þær inn þarf að hlaða niður uppsetningargögn sem hafa verið uppfærð skv. nýju upplýsingum frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fyrir þau fyrirtæki sem eru með launakerfið í Business Central í skýinu er nóg að fara í "Skattauppsetningar" í launakerfinu og smella á "Hlaða niður...". Við það uppfærir kerfið nýjustu upplýsingar
- Innheimta meðlags
Þann 1. janúar 2024 færðist innheimta meðlaga frá innheimtustofnun sveitarfélaga til Sýslumannsins á Norðurlandi vestra.
Frá þeim tíma var vefurinn medlag.is lagður niður og þar með Mínar síður þar sem hægt var að senda inn skilagreinar. Upplýsingar um innheimtu verður þar af leiðandi framvegis á syslumenn.is, m.a. breytingar á skilagreinum.
Í janúar og febrúar verður því ekki hægt að skila skilagreinar rafrænt heldur þurfa þær að berast á medlag@syslumenn.is.