12.05.2025

NVIDIA Spark er á leiðinni

Ofurtölvan Spark (áður þekkt sem DIGITS) frá NVIDIA með Blackwell ofurflögunni er á leiðinni í sölu hjá Advania. Vélin skilar reiknigetu upp á 1000 AI TOPS í ótrúlega litlu boxi. Eitthvað sem hefur aldrei sést áður.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Í boði verða tvær útgáfur af tölvum með nýja vélbúnaðinum. Önnur er Founders útgáfan frá NVIDIA og hin er Dell Pro Max GB10. Nákvæm verð og afhendingartími koma í ljós á allra næstu vikum, og áhugasamir fá fyrstir að frétta.

NVIDIA DGX Spark Founders Edition

Fyrsta útgáfan frá NVIDIA er kölluð Founders Edition. Þetta er fagurgyllta vélin sem við höfum séð á öllum myndunum.

  • NVIDIA GB10 Grace Blackwell ofurflaga
  • 1,000 AI TOPS af FP4 AI afli
  • 128GB minni
  • ConnectX-7 Smart NIC
  • Allt að 4TB geymsluminni
  • 150mm x 150mm x 50.5mm

Dell Pro Max GB10

Okkar menn hjá Dell verða með þeim fyrstu til að bjóða upp á tölvu með NVIDIA vélbúnaðinum.

  • NVIDIA GB10 Grace Blackwell ofurflaga
  • 128GB LPDDR5x minni
  • Styður allt að 200Bn parameter models
  • Eitt Petaflop (1000 TFLOPS) af FP4 tölvunarafli
  • Dual ConnectX-7 SmartNIC
  • NVIDIA DGXTM OS á Linux & NVIDIA AI Enterprise hugbúnaður

Sem fyrr segir, kemur verð og afhending í ljós á allra næstu vikum. Ef þú vilt vera fremst í röðinni, hvetjum við þig til að hafa samband.