Ragnar fór með mjög áhugavert erindi á Haustráðstefnu Advania
26.10.2023Netöryggismál orðin hluti af rekstri fyrirtækja
Ragnar Sigurðsson, öryggissérfræðingur hjá Advania segir netárásir valda miklum skaða í viðtali við Vísi.
„Enginn er með fullkomið öryggi, hvort sem um lítið fyrirtæki er að ræða, stóran banka eða jafnvel Microsoft. Þetta snýst um stöðugar umbætur og skipulag og að verja nægilegum tíma og fjármagni í öryggismál,“ segir Ragnar í samtali við fréttamann.
Lestu greinina í heild sinni á Vísi:
Netöryggismál orðin hluti af rekstri fyrirtækja - Vísir
Ragnar Sigurðsson, öryggissérfræðingur hjá Advania segir netárásir valda miklum skaða. Engin landamæri fyrirfinnist á netinu og við á litla Íslandi erum skotmörk tölvuþrjóta eins og stærri ríki og stórfyrirtæki úti í heimi. Íslensk fyrirtæki verði að fjárfesta í fyrirbyggjandi aðgerðum.
„Flest fyrirtæki voru meðvituð um og settu sig í stellingar gagnvart hættunum sem vofðu yfir í tengslum við netárásir sem gætu átt sér stað í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem var haldinn hér í vor. En helsta ógnin sem fyrirtæki standa frammi fyrir eru gagnagíslatökur þar sem tölvuþrjótar komast inn, dulkóða öll gögn og krefja eigandann um lausnargjald. Það að greiða lausnargjald er síðan engin trygging fyrir því að fá gögnin til baka eða að allir vírusar hreinsist út. Skaðinn sem hlýst af netárásum getur farið eftir virði gagnanna, hvort þau séu viðskiptagögn eða persónuupplýsingar. Einnig getur orðið beint fjárhagslegt tjón eða orðspor fyrirtækisins orðið fyrir skaða. Þegar persónuleg gögn tapast getur verið ómögulegt að endurheimta þau ef þau leka á netið. Fyrirtæki sem verður fyrir netárás og tapar við það gögnum missir einnig traust.“