Losunarmarkmið Advania á Íslandi hljóta samþykki SBTi
50% samdráttur á losun gróðurhúsalofttegunda til 2030 með 2021 sem viðmiðunarár.
Advania varð á dögunum fyrsta stóra fyrirtækið á sviði upplýsingatækni á Íslandi til að fá samdráttarmarkmið sín um kolefnislosun samþykkt af Science Based Target initiative.
SBTi, Science Based Target initiative eru alþjóðleg samtök CDP, UN Global Compact, WWF og WRI og hafa þann tilgang að staðfesta að markmið og aðgerðaáætlanir fyrirtækja og stofnanna séu í samræmi við það sem loftslagsvísindi skilgreina nauðsynlegt til að ná ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.
Markmið Advania má sjá vef Sicence Based Targets:
Target dashboard - Science Based Targets
The SBTi’s Target Dashboard lists companies and financial institutions that have set science-based targets, or have committed to developing targets.
Á áratug aðgerða fram til 2030 mun Advania nýta tæknilausnir, ekki aðeins til að ná sínum eigin markmiðum, heldur um leið gera viðskiptavinum Advania kleift að gera slíkt hið sama.
Nú þegar bæði Advania á Íslandi og Svíþjóð hafa bæði tryggt sér samþykki fyrir vísindatengdum markmiðum, fer fyrirtækið inn í nýjan áfanga aukinnar loftslagsvitundar. SBTi ferlið hefur verið lykilatriði í að dýpka skilning Advania á umhverfisáhrifum þess og leiðbeina fyrirtækinu í átt að verkefnum sem munu draga úr losun á áhrifaríkan hátt.
"SBTi samþykkið er til marks um óbilandi skuldbindingu okkar til að samræma loftslagsmetnað okkar við vísindin. Við lítum á þetta sem mikilvæg tímamót, ekki aðeins fyrir Advania heldur einnig fyrir okkar viðskiptavini. Með samþykktum markmiðum erum við ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að innleiða sjálfbærni í reksturinn, með þessi markmið sem áttavitann í loftslagsaðgerðum.“
- Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi
Áhersla Advania á sjálfbærni nær lengra en að ná losunarmarkmiðum; það snýst um að efla menningu stöðugra umbóta og ábyrgðar. Fyrirtækið einbeitir sér áfram að því að samþætta sjálfbæra starfshætti í starfsemi sinni og tryggja jákvæð og varanleg áhrif á umhverfi og samfélag.