Auður Inga Einarsdóttir, markaðsstjóri Advania.

18.08.2023

Hélstu uppá 29 ára afmælið þitt?

Af hverju er ég að spyrja að þessu gætir þú sagt. Já veistu, ég skal segja þér það. Í ár er Haustráðstefna Advania haldin í 29. skipti.

Það verður því stórafmæli á næsta ári. En það má ekki gleyma vörðunum á leiðinni. Eins og 29 ára afmælisdeginum.

Síðastliðin 29 ár hefur ráðstefnan tekið breytingum. Bæði hvað varðar markhóp, erindi og skipulag. Svo hét hún einu sinni Haustráðstefna Skýrr. En það er svo sem ekkert skrýtið; hlutirnir breytast og ráðstefnurnar með.

Í ár verður ráðstefnan tvískipt. Fimmtudaginn 7. september munum við taka á móti ráðstefnugestum í Hörpu og keyra á stútfulla dagskrá. Við ætlum að borða léttan hádegisverð saman, drekka óhóflegt magn af kaffi og skála svo í lok dags. Í raunheimi er ekkert óendanlegt og þar með talið sætapláss á þennan hluta ráðstefnunnar. Það er því vissara að hafa hraðar hendur.

Á föstudeginum 8. september sendum við út stafrænt, beint frá Hörpu, í gegnum Haustráðstefnuvefinn. Hér geta allir verið með, ótakmarkað sætapláss og aðgangur ókeypis. Hádegismatinn getur þú fengið í þægindum heima hjá þér, á vinnustaðnum þínum eða gert vel við þig og farið út úr húsi. En að öllu gamni slepptu þá skiptir það okkur máli að bjóða upp á efni sem er öllum aðgengilegt óháð t.d. búsetu og því höldum við fast í þennan ráðstefnu lið.

Við vitum líka að nútíma fólk nær ekki alltaf öllum sínum uppáhalds þáttum í línulegri dagskrá og höfum við kappkostað við að koma öllum fyrirlestrum beint inn á ráðstefnuvefinn þegar þeim líkur. Áhorfið á þetta hefur verið stórkostlegt. Hver þekkir það ekki að sitja á ráðstefnu, sjá erindi sem er sjúklega áhugavert og langað að deila því með t.d samstarfsfélaga. Á Haustráðstefnu Advania er það leikur einn. Bara hlekkur í tölvupósti eða á TEAMS og málið er leyst.

Það er nefnilega hægt að skrá sig á ráðstefnuna eftir að henni líkur til að horfa á upptekið efni. Sniðugt. Ég veit. Og bráðnauðsynlegt ef þú spyrð mig.

Ef þið eruð enn ekki seld á að mæta á 29. afmælisveislu Haustráðstefnu Advania þá snýst þetta nú allt um sögur og fólk. Sögur um fólk og fólk að segja sögur. Á Haustráðstefnunni verðum við með hátt í 40 sögur og jafnmikið af fólki að segja þær.

Á meðal fyrirlesara eru:

Chris Cochran CISO hjá Huntress Labs og meðstofnandi Hacker Valley Media. Hann hefur fjölbreytta netöryggisreynslu, allt frá NSA til Netflix. Í erindi sínu mun hann kynna umgjörð sem hann bjó til sem hámarkar öryggisaðgerðir gegn nútíma netglæpum.

Fura Jóhannesdóttir Global Chief Creative Officer hjá Huge hefur hjálpað mörgum af framsæknustu fyrirtækjum í heimi að nýta sköpunarkraftinn til að ná árangri.

Blaðakonan og BBC podcast stjarnan Hannah Ajala segir frá stærsta ástarsvindli sem hefur verið afhjúpað. Í ástarsvindlum er notast við stolnar upplýsingar til að stela milljónum og brjóta í leiðinni hjörtu fólks.

Dr. María Rún Bjarnadóttir hjá Embætti ríkislögreglustjóra fjallar um hvaða áhrif gervigreindin getur haft á afbrot og hvernig lögreglan bregst við þeim áskorunum sem tækniþróunin hefur í för með sér.

Lilly Dam Hanssen hjá Digital Faroe Islands fjallar um það hvernig lítil fiskiþjóð fór að því að verða leiðandi í stafrænni þjónustu og lausnum Færeyska ríkisins.

Það hafa fáir spáð meira í gögnum eins og Björn Berg Gunnarsson hefur gert. Í erindi sínum beinir hann athygli á það hvernig yfirborðskenndur lestur gagna getur skilað villandi fréttaflutningi.

Ég vona að ég hafi náð að sannfæra þig að vera með og skrá þig á Haustráðstefnu Advania. Hvort sem þú kaupir miða og mætir í Hörpu eða fylgist með á skjánum.

Kveðja

Auður Inga Einarsdóttir,

Markaðsstjóri Advania