15.12.2023

H3 nýjungar í nóvemberútgáfu

BI skýrslur, stafrænt pósthólf, launaseðlar á islandi.is og margt fleira spennandi er að finna í nýjustu útgáfu H3.

Fagleg mannauðsstjórnun með samstæðusýn og Power BI

Ein af vörunum í sístækkandi vöruframboði mannauðslausna Advania er H3 gagnavöruhúsið. H3 gagnavöruhúsið gerir notendum kleift að skoða gögnin sín á Power BI mælaborði og að búa til viðskiptagreindarskýrslur með samstæðusýn og að miðla skýrslunum áfram til stjórnenda eða utanaðkomandi aðila, án þess að gefa þeim aðgang að H3 grunninum sjálfum.

Samstæðusýn kallast það þegar hægt er að skoða og vinna með gögn frá tveimur eða fleiri fyrirtækjum innan samstæðu í sömu viðskiptagreindarskýrslunni. Í viðskiptagreindarskýrslu með samstæðusýn er auðvelt að bera saman og greina gögn þvert á deildir og fyrirtæki á mismunandi tímabilum.

Bæði samstæðusýnin og Power BI mælaborðið gefa H3 notendum góða yfirsýn yfir stöðu mála hverju sinni, hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir og geta þannig haft úrslitaáhrif í allri ákvarðanatöku sem varðar fyrirtækjareksturinn.

Launaseðlar á island.is

Nú býður H3 launagreiðendum hjá ríki og sveitafélögum að birta launaseðla á vefsíðunni island.is. Með þessu gefst starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga kostur á að nálgast launaseðla sína á island.is og í appinu island.is

Stafrænt pósthólf er notendavæn birting gagna sem sparar pappírs- og sendingarkostnað. Pósthólfið eykur hagkvæmni, skilvirkni og öryggi gagna einstaklinga og lögaðila. Tenging H3 launa- og mannauðskerfis við stafrænt pósthólf styður við stefnu stjórnvalda að meginboðleið verði stafræn og miðlæg á einum stað.

Villuprófun skilagreina RSK

Nú er hægt að framkvæma villupróf á staðgreiðslu áður en útborgun er lokað.

Mælt er með að villuprófa áður en útborgun er lokað, því það getur verið vandasamt að leiðrétta ef RSK finnur villu í staðgreiðsluskilagrein. Þessar aðgerðir geta komið í veg fyrir auka handtök við leiðréttingar ef villur koma upp eftir uppfærslu á útborgun.

Villuprófunin er einnig gott verkfæri fyrir afstemmingar og auðvelt er að taka gögnin út í Excel.

Sannreyna bankaupplýsingar

Bætt hefur verið við þeirri virkni að nú er hægt að sannreyna bankaupplýsingar með vefþjónustu áður en útborgun er lokað.

Virðið í því að keyra þessa aðgerð er að vera alltaf með réttar banka- og orlofsupplýsingar þegar kemur að greiðslu launa og orlofs.

Um er að ræða vefþjónustutengingu beint við viðskiptabanka sem kannar hvort skráðar séu réttar bankaupplýsingar.

Skilagrein lífeyrissjóða BRÚ

Nú geta notendur H3 framkvæmt villupróf fyrir Brú lífeyrissjóð áður en útborgun er lokað.

Mælt er með því að villuprófa áður en útborgun er lokað, því það getur verið vandasamt að leiðrétta lífeyrissjóðsiðgjöld eftir á. Þessar aðgerðir geta komið í veg fyrir auka handtök við leiðréttingar ef villur koma upp eftir uppfærslu á útborgun.

Gagnasöfnun Sambands íslenskra sveitafélaga

Nú hafa verið gerðar aðlaganir og viðbætur við SÍS gagnasöfnun, þannig að nú er hægt að senda launagögn úr H3 með vefþjónustu beint til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hægt verður áfram að vinna með fyrirspurnina í H3 með því að taka hana út í Excel og eða laga gögnin svo þau skili sér með réttmætum hætti til SÍS.

Persónuálag

Notendur geta nú skráð inn í H3 bæði starfsþróunar- og menntunarálag sem samanlagt gerir persónuálag starfsmannsins.

Með þessu er hægt að bæta við á auðveldan hátt þegar starfsmaður bætir við sig t.d. menntun sem á að hafa áhrif til hækkunar launa.

Þessar upplýsingar skila sér í SÍS gagnasöfnun og því gríðarlegur kostur að hafa skráð í H3 til upplýsinga fyrir Samband Íslenskra sveitarfélaga.