Fagleg mannauðsstjórnun með Power BI
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Berglind Lovísa Sveinsdóttir
vörustjóri H3
Ein af vörunum í sístækkandi vöruframboði mannauðslausna Advania er H3 gagnavöruhúsið. Með H3 gagnavöruhúsinu er verið að gera H3 gögnin aðgengileg fyrir viðskiptavininn án þess að opnað sé á aðgang að færslugrunni H3 kerfisins. Þannig getur viðskiptavinurinn tengt tilbúnar Power BI skýrslur (frá Advania) við H3 gagnavöruhúsið eða búið til sínar eigin skýrslur með Power BI eða hverju öðru viðskiptagreindartóli sem getur tengst við SQL gagnagrunna.
H3 gagnavöruhúsið gerir notendum því kleift að skoða gögnin sín á Power BI mælaborði og að búa til viðskiptagreindarskýrslur með samstæðusýn og að miðla skýrslunum áfram til stjórnenda eða utanaðkomandi aðila, án þess að gefa þeim aðgang að H3 grunninum sjálfum.
Samstæðusýn kallast það þegar hægt er að skoða og vinna með gögn frá tveimur eða fleiri fyrirtækjum innan samstæðu í sömu viðskiptagreindarskýrslunni. Í viðskiptagreindarskýrslu með samstæðusýn er auðvelt að bera saman og greina gögn þvert á deildir og fyrirtæki á mismunandi tímabilum.
Bæði samstæðusýnin og Power BI mælaborðið gefa H3 notendum góða yfirsýn yfir stöðu mála hverju sinni, hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir og geta þannig haft úrslitaáhrif í allri ákvarðanatöku sem varðar fyrirtækjareksturinn.
H3 Teningar (OLAP)
H3 teningarnir eru öflug viðskiptagreindarlausn sem skilar upplýsingum úr H3 á skjótan og öruggan máta.
H3 teningarnir gera stjórnendum, mannauðsfólki og launasérfræðingum kleift að ná bestu mögulegu yfirsýn til að styðja við upplýstar ákvarðanir, afstemmingar á launakeyrslum og grípa til viðeigandi ráðstafana.
Hægt er að nálgast upplýsingar úr flestum kerfiseiningum í H3 og gera samanburð milli ára og mánaða. Einnig er hægt að fylgjast með framgangi áætlunar á móti rauntölum. Notendur geta skoðað þetta myndrænt, í tímum, einingum og í krónutölum.
Við bjóðum upp á eftirfarandi H3 teninga
Launateningur:
Hægt að skoða afstemmingar á launaútreikningum samanber raun launakostnað, launaþróun, veikindakostnað og fleira. niður á allskonar víddir og mælieiningar.
Laun án launþega:
Virkar eins og launateningur að öllu leyti án þess að launagögn séu persónugreinanleg.
Áætlunarteningur:
Hægt er að skoða áætlun, gera samanburð á milli ára og mánaða og fylgjast með framgangi áætlunar á móti rauntölum. Einnig er hægt að draga gögnin niður á alls konar víddir og mælieiningar.
Jafnlaunavottunarteningur:
Veitir upplýsingar um heildaruppsetningu jafnlaunakerfis eftir starfaflokkum og persónulegum viðmiðum. Veitir einnig upplýsingar um laun starfsmanna niður á valda launaliði til úttektar fyrir jafnlaunavottun. Hægt er að brjóta gögnin niður eftir ýmsum víddum.
Aðgangssteningur:
Veitir upplýsingar um núverandi aðgang að H3 lausninni eftir hlutverkum og aðgangsstýringum. Hægt er að brjóta gögnin niður eftir ýmsum víddum.
Mannauðsteningur:
Veitir upplýsingar um mannauðinn, s.s. um starfsmannafjölda og stöðugildi, fræðslutíma og kostnað, starfsaldur, lífaldur og kynjahlutfall. Hægt að brjóta gögnin niður eftir ýmsum víddum.
Réttindateningur:
Hægt er að skoða heildarskuldbindingu á pr réttindaútborganir niður á kostnaðartegundir og greina á mismunandi hátt. Einnig er hægt að brjóta niður eftir alls konar víddum og mælieiningum til að gera okkur kleift að greina hvort möguleg frávik séu eðlileg.
Hér má sjá smá innsýn inn í virkni og sýn tenginganna
Námskeið framundan
Advania skólinn býður reglulega upp á námskeið í Power BI. Þau eru af öllum stærðum og gerðum og henta byrjendum sem lengra komnum.
Á byrjendanámskeiðum er farið yfir grunnatriði í uppsetningu á skýrslum og mælaborðum í Power BI.
Framhaldsnámskeiðið er tilvalið fyrir þau sem hafa lokið byrjendanámskeiði og þau sem hafa einhvern grunn í Power BI. Þar er kafað dýpra ofan í möguleikana í Power BI.
Viltu vita meira um viðskiptagreindina?
Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband við þig.