22.01.2024

Er upplýsingatækniumhverfið þitt skipulagt?

Nú þegar gögn og hugbúnaður fyrirtækja er geymdur í skýi þarf að huga að hvernig best að að skipuleggja umhverfið til að halda kostnaði niðri og tryggja öryggi.

Gísli Guðmundsson
sérfræðingur í skýjalausnum og Microsoft Azure MVP

Elísabet Ósk Stefánsdóttir
vörustjóri Skjaldar hjá rekstrarlausnum Advania

Azure Landing zone leysir það á skilvirkan hátt þannig auðvelt er að skala upp og mæta þörfum framtíðarinnar. Hér verður farið yfir þróun gagna- og hugbúnaðargeymslu til setja Azure Landing zone í samhengi.

„On-prem“er stytting sem algengt er að nota yfir svokölluð „on-premisis“ umhverfi. Það þýðir að hýsa kerfi og gögn á staðnum, þ.e. á vélum eða í vélasal staðsett innan veggja fyrirtækisins eða hjá þjónustuaðila eins og Advania. Áður fyrr voru upplýsingatæknikerfi aðeins hýst á slíkum vélum en nú geta fyrirtæki einnig nýtt sér skýið - og þá kosti sem það hefur í för með sér. Bland af báðu eða „hybrid“ umhverfi er klárlega eitthvað sem fyrirtæki ættu að skoða og nýta sér. Það nýtist til þess að einfalda rekstur og umsjón á upplýsingatæknikerfum, bæta öryggi, lækka rekstrarkostnað og opna á þá framþróun sem fer fram í skýjalausnum.

SaaS eða „Software-as-a-Service“

eru hugbúnaðarþjónustur í áskrift sem veita notendum aðgang að hugbúnaði sem er hýstur af þriðja aðila. Oftast í skýi eins og Azure skýinu, gegn mánaðarlegu eða árlegu gjaldi. SaaS gerir notendum kleift að nýta flókinn hugbúnað án þess að hafa áhyggjur af uppsetningu, búnaði, viðhaldi eða öðru sem eyðir tíma og pening. Fókusinn er á vinnuna sjálfa, framleiðni og nýsköpun. Azure skýið býður upp á ótal möguleika á þessu sviði og það er lykilatriði að vita hvernig á að byrja og hvernig á að skipuleggja umhverfi eins og Azure... þar kemur Azure Landing Zone við sögu.

Azure Landing Zone

er lausn sem byggir á því að nýta Microsoft „best-practices“ aðferðafræði við það að setja upp umhverfi innan Azure skýsins. Markmiðið er að lækka flækjustig og kostnað, ásamt því að tryggja að umhverfið geti stækkað og breyst, þar sem öryggi sé ávallt í fyrirrúmi á meðan. Þetta skipulag á að haldast í hendur með stefnu fyrirtækis um nýtingu á skýinu og hjálpar fyrirtækjum að stjórna upplýsingatækni innviðum sínum og samþættingu á hinum ýmsu þjónustum (bæði í skýinu og „on-prem“).

Markmiðið með Azure Landing Zone er einnig að áframhaldandi stýring á umhverfinu verði skilvirk, örugg og áreiðanleg - sem er útkoma þess að setja upp Azure umhverfið með þeim reglum og stefnum (e. policies) sem Landing Zone býður upp á.

Helsti ávinningur af því að setja upp Azure Landing Zone er

  • Skipulögð innleiðing: Azure Landing Zone er byggt á skipulagsramma sem nýtir bestu aðferðir (e. best practices) og viðurkennda staðla. Innleiðingin verður því skilvirk, skipulögð og áreiðanleg.
  • Öryggi: Azure Landing Zone inniheldur öryggisstefnur og stjórnunarverkfæri (e. management tools) sem tryggir að umhverfið uppfylli ströngustu öryggiskröfur og reglugerðir.
  • Skalanleiki og sveigjanleiki: Fyrirtæki geta hannað og aðlagað umhverfi sitt til að mæta breytilegum þörfum og vexti. Þetta hjálpar bæði stórum og litlum fyrirtækjum að skala auðveldlega upp og niður eftir þörfum.
  • Kostnaðarstjórnun: í Azure Landing Zone geta fyrirtæki sett upp fjárhagsáætlun og fylgst betur með skýjakostnaði í Azure. Þetta stuðlar að því að skýið sé hagkvæm fjárfesting og að stofnist ekki til óþarfa kostnaðar.

Ert þú klár í skýið?

Geymsla gagna og hugbúnaðar í skýinu er framtíðin og hægt er að byrja núna á því að koma skipulagi á umhverfið þannig það styðji við markmið fyrirtækja, sama hver staðan er á skýjaumhverfinu í dag. Sterkur grunnur stuðlar að góðum árangri. Hvernig er skipulagið á þínu skýjaumhverfi?