15.01.2024
Einfaldara líf með Power Platform
Á þessum morgunverðarfundi fengu þátttakendur að kynnast Power Platform frá Microsoft og heyrðu hvernig er hægt að nýta sér mismunandi tól innan þess.
T.d. til að hraða þróun á öppum og vefsíðum, sjálfvirknivæða ferla og flutning á gögnum ásamt því að greina gögn og birta mælaborð. Þóra Regína Þórarinsdóttir, ráðgjafi í gagnagreind, sýndi lausnir sem Advania er að vinna að í tengslum við Power Apps og fór yfir það hvernig við höfum leyst ýmis vandamál með Power Platform. Bjarni Gíslason deildastjóri hjá Isavia talaði um þeirra vegferð með Advania í tengslum við Power Apps.