Frá síðasta fjarfundi um Business Central
23.01.2023Business Central í skýinu
Á síðustu misserum hefur þróunin orðið sú að fyrirtæki innleiða í auknum mæli skýjaútgáfuna af Business Central bókhaldskerfinu. Advania hefur aðstoðað yfir 200 fyrirtæki við þá innleiðingu og fer þeim stöðugt fjölgandi. Ýmsar skýringar eru á þessari þróun.
Brynjar Jóhannesson
ráðgjafi í Business Central
Hvað er þetta ský?
Þegar kemur að því að tala um kerfi í skýinu þá erum við ekki öll með sömu hugmyndina um hvað það þýðir. Í skýinu getur verið túlkað sem hýsing á kerfi í einhverskonar gagnaveri þar sem aðgangur er góður og virkni kerfisins sambærileg því að hýsa kerfið sjálfur. Hjá Advania bjóðum við upp á Business Central í sameiginlegu skýi Microsoft, sem er eitt stærsta tæknifyrirtæki í heimi. Þar starfa fjöldi sérfræðinga sem sjá um rekstur og utanumhald kerfisins ásamt því að tryggja hámarks nýtingu og uppitíma kerfisins. Nútíma bókhaldskerfi þarf þar að auki að vera aðgengilegt hvar og hvenær sem er og í tækjum sem henta hverju sinni. Þar að auki er mikilvægt að kerfið sé uppfært reglulega og fylgi þeirri þróun sem á sér stað.
Hver er munurinn?
Lengi vel tíðkaðist að fyrirtækin hýstu kerfin sjálf á eigin netþjónum eða létu hýsa netjóna fyrir sig í tækjasal sinna þjónustuaðila. Viðskiptavinurinn þurfti þá sjálfur að bera ábyrgð á öllu sem tengdist kerfinu og tryggja uppitíma þess. Hægt og rólega hefur þessi ábyrgð verið að færast yfir á þjónustuaðilana og svo yfir á stóru tæknifyrirtækin eins og Microsoft. Nú eru netþjónarnir, umhverfið og kerfið sjálft allt á ábyrgð Microsoft og uppfærslur eru sendar út og framkvæmdar samræmt yfir umhverfi allra á svipuðum tíma. Með þessu opnaðist líka möguleiki fyrir markaðstorg með viðbætur frá þjónustuaðilum og samstarfsaðilum Microsoft um allan heim að selja sínar viðbætur.
Af hverju að fara í BC í skýinu?
Með því að hafa Business Central í skýinu er aðgengi eins og best er á kosið og auðkenningar og aðgangstýringar fylgja Microsoft stöðlum. Þegar notandi bætist við í hópinn hjá fyrirtæki þá er fljótlegra að setja hann upp og hann getur notað sömu auðkenningu eins og í öðrum Microsoft lausnum, t.d. Windows innskráningunni og Outlook póstinum. Öryggisstýringar eru í sífelldri vöktun og er bætt við reglulega eiginleikum sem tryggja öryggið, eins og tveggja þátta auðkenningu sem við þekkjum úr rafrænum skilríkjum.
Virk afritunartaka er í gangi hjá Microsoft en líka er hægt að taka sín eigin heildarafrit eins oft og þörf er á og hýsa í skýjaumhverfi eða á eigin vegum. Nokkur eftirlitsskyld félög eru hjá Advania og uppfyllir umhverfið allar kröfur Fjármálaeftirlitsins.
Stöðugar uppfærslur þýðir að sífellt er verið að laga hnökra og bæta við nýjum og öflugri eiginleikum. Microsoft framkvæmir að meðaltali 12 uppfærslur á ári, þar af tvær stórar. Okkar lausnir eru þar engin eftirbátur en þær eru uppfærðar samhliða uppfærslum Microsoft og tryggjum við að þær virki með nýjustu útgáfu hverju sinni. Segja má að þetta sé sambærilegt símanum okkar með þeim hætti að stýrikerfið og öppin uppfæra sig sjálf.
Með þessu móti verður mun meiri fyrirsjáanleiki í kostnaði við kerfið. Engar dýrar uppfærslur og stórar sérbreytingar þarf lengur og því er kostnaður jafn yfir allan notkunartímann. Innifalið er hýsingin, leyfin, allar uppfærslur og uppitímatrygging Microsoft.
Annar kostur við skýið er samþættingin við aðrar lausnir Microsoft og þar má sérstaklega horfa til Power Platform lausnanna. Þar er samansafn leiða til að auka notkunargildi kerfisins, hvort sem það sé skýrslu og mælaborðagerð, sjálfvirknivæðingu ferla, þróun snjallmenna og smáforrita (appa) eða tenginga við önnur utanaðkomandi kerfi.
Margar sérlausnir sem áður voru skrifaðar inn í kerfið er nú hægt að framkvæma á fljótlegri hátt utan þess og búa til nýja og séraðlagaða vinnuferla á einfaldari hátt.
Vegferð Advania
Stefna Advania í þessari vegferð er að bjóða okkar lausnir á breiðum markaði. Við gefum allar okkar lykilviðbætur fyrir Business Central út á markaðstorgi Microsoft (Appsource) ásamt því að tryggja að þær séu samhæfðar nýjustu útgáfu Business Central hverju sinni. Allar okkar viðbætur eru vottaðar af Microsoft og í boði prufuaðgangur að þeim í 30 daga. Við kynnum reglulega nýja virkni i viðbótunum okkar og tökum vel í tillögur og hugmyndir okkar viðskiptavina að nýjum eiginleikum eða lausnum.
Þar að auki bjóðum við fast verðs pakka á öllum okkar lausnum sem þýðir að við setjum þær upp og bjóðum upp á grunnkennslu fyrir fast verð.
Þeir viðskiptavinir sem eru í Navision umhverfi geta fengið umhverfið sitt flutt upp í Business Central og haldið þannig viðskiptasögunni og fjárhagsgögnunum óslitnum í nýju kerfi. Með gagnakeyrslunum er hægt að uppfæra grunnkerfið á milli útgáfa og halda öllum færslum, númeraröðum og stillingum eins og þær voru í gamla kerfinu. Okkar viðbætur eru þar að auki samhæfðar afturvirkt við eldri útgáfur og því hægt að taka þau gögn með.
Með aukinni áherslu á að hjálpa sér sjálfur höfum við sett í loftið hjálparvef með myndböndum þar sem hægt er að kynnast öllum okkar helstu lausnum, hvernig á að setja þær upp og nota. Einnig förum við yfir nokkrar algengar aðgerðir í kerfinu sem okkar viðskiptavinir gætu þurft að nota ásamt stillingum.
PowerPlatform lausnir geta svo aðstoðað við að einfalda og viðhalda ferlum í fyrirtækinu og aukið aðgang að réttum upplýsingum á réttum tíma.
Þann 26. janúar héldum við veffund þar sem m.a. var rætt um fyrirkomulagið við innleiðingum á Business Central í skýinu:
Brúin yfir í skýið með Business Central | Velkomin
Á veffundi í desember fjölluðum við um ávinning þess að innleiða Business Central. Við ætlum að fylgja þeim fundi eftir með því að fara aðeins dýpra í nálgun Advania í innleiðingum á Business Central.