20.01.2026

Blóm og skuggar gervigreindar – Copilot Chat getur hjálpað!

Gervigreind hefur á undanförnum misserum orðið órjúfanlegur hluti af daglegu vinnuflæði á flestum vinnustöðum. Starfsmenn nýta alls konar tól til að auka afköst, skrifa texta, greina gögn og búa til efni – oft án þess að hugsa sig tvisvar um. Þetta getur verið frábært, því rétt notuð getur gervigreind hjálpað fólki að blómstra í starfi!

Rakel Ýr Jóhannsdóttir
Microsoft sérfræðingur hjá Advania

En ný tækni kallar líka á nýjar áskoranir. Ein þeirra er shadow AI eða skugganotkun á gervigreind – þegar starfsmenn nota gervigreindartól án samþykkis eða eftirlits og öryggisramma fyrirtækisins.

Hvað er shadow AI – og hvers vegna skiptir það máli?

Shadow AI á sér stað þegar starfsmenn deila gögnum í óviðeigandi eða ótrygg gervigreindartól. Þau tól kunna að nýta gögnin í þjálfun, geyma þau til lengri tíma eða dreifa þeim áfram innan gagnalíkana - og oft án þess að starfsmenn geri sér grein fyrir því.

Þetta getur leitt til þess að:

  • Trúnaðarupplýsingar leki óvart út.
  • Viðkvæm viðskiptagögn endi í kerfum þriðju aðila.
  • Fyrirtækið missi stjórn á eigin upplýsingum.

Stjórnendur bera ábyrgð á að tryggja að vinnustaðurinn sé bæði öruggur og árangursríkur, og þar gegna gervigreindarstefnur lykilhlutverki.

Starfsmenn þurfa fræðslu – ekki hræðslu

Í stað þess að banna gervigreind eða reyna að stöðva notkunina með valdi er skynsamlegra að upplýsa starfsmenn um:

  • Hvers vegna hætta er á gagnaleka.
  • Hvaða tól eru samþykkt til notkunar.
  • Hvernig gervigreind á að vera notuð á ábyrgan, öruggan og faglegan hátt.

Þegar starfsfólkið skilur afleiðingarnar og hefur aðgang að viðurkenndum tólum verða þau líklegri til að vinna með fyrirtækinu - ekki gegn því - í öryggismálum.

Hvað ef við gætum boðið öruggt og samþykkt gervigreindartól – án aukakostnaðar?

Notendur með Microsoft leyfi geta nú sér að kostnaðarlausu notað Microsoft 365 Copilot Chat sem gerir starfsfólkii kleift að nýta öflugt, öruggt og fyrirtækjastýrt gervigreindartól strax í dag.

Af hverju skiptir þetta máli?

  • Öryggi og stjórnun: Copilot Chat er hannað fyrir fyrirtæki og fellur undir gagnavernd og stjórnkerfi Microsoft.
  • Mjög auðvelt að setja upp: Lausnin er einföld fyrir IT teymi að virkja á tenantnum.
  • Frábært tól fyrir starfsmenn: Fría útgáfan er þægileg, kraftmikil og hentar í dagleg verkefni eins og textaskrif, hugmyndavinnu, útskýringu á gögnum og fleira.
  • Minnkar þörf fyrir shadow AI: Þar sem starfsmenn fá samþykkt og öruggt tól minnkar áhætta og notendur hætta að leita í ótryggar lausnir.

Næstu skref

Mikilvægt er að fyrirtæki setja gervigreindarstefnur í forgang - ekki til að hamla notkun, heldur til að efla fólk og tryggja öryggi. Með því að fræða starfsmenn, skilgreina viðurkennd tól og veita þeim góðan aðgang að öruggum lausnum eins og [Copilot Chat](Copilot for all: Introducing Microsoft 365 Copilot Chat | Microsoft 365 Blog), geta stjórnendur dregið úr áhættu og á sama tíma aukið framleiðni og ánægju starfsfólks; hjálpað þeim að blómstra.

Ef þú vilt vita hvernig á að innleiða Copilot Chat eða móta gervigreindarstefnu fyrir þinn vinnustað getum við hjálpað þér með næstu skref.