Ólafur Helgi Haraldsson, deildarstjóri rekstrarlausna hjá Advania
11.01.2024Aukið öryggi með nýju gagnaveri á Akureyri
Advania lauk í haust uppsetningu á nýju gagnaveri á Akureyri í samstarfi við atNorth. Gagnaverið var hannað sérstaklega í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til gagnaöryggis með möguleika á speglun milli landshluta.
Til að lágmarka svartíma milli landshluta eru fjarskiptaleiðir yfir Sprengisand og Kjöl nýttar, að sögn Ólafs Helga. Auk þess notast Advania við eldri leiðir í gegnum NATO ljósleiðara og eru fjarskipti þannig tryggð milli landshluta. Ísland þykir vænlegur kostur fyrir staðsetningu gagnavera vegna orkunýtingar, öryggis og sjálfbærni en Akureyri er á landfræðilega hlutlausum stað og hentar því sérstaklega vel sem staðsetning fyrir nýtt gagnaver.