Völdin til fólksins
Flestir Íslendingar þekkja til Heathrow flugvallar í Bretlandi. Varla annað hægt enda einn af stærri tengiflugvöllum í Evrópu ásamt því að vera einn af nokkrum alþjóðaflugvöllum nálægt London. Borg sem fótbolta- og tískuþyrstir Íslendingar sækja heim margoft á ári. Já, svona þegar ekki geisar heimsfaraldur.
Flestir Íslendingar þekkja til Heathrow flugvallar í Bretlandi. Varla annað hægt enda einn af stærri tengiflugvöllum í Evrópu ásamt því að vera einn af nokkrum alþjóðaflugvöllum nálægt London. Borg sem fótbolta- og tískuþyrstir Íslendingar sækja heim margoft á ári. Já, svona þegar ekki geisar heimsfaraldur.
Andri Már Helgason, vörustjóri hjá Advania skrifar:
Á þessum flugvelli starfar sérfræðingur í upplýsingatækni sem heitir Samit Saini. Ferill Saini hófst hins vegar ekki í upplýsingatæknideildinni heldur hóf hann störf sem öryggisvörður á flugvellinum. Þið vitið, þessir sem standa við raðirnar og taka á móti farþegum, biðja þá að tæma alla vasa og setja innihald þeirra í bakka sem síðan er gegnumlýstur.
Á þeim tíma sem Saini starfaði sem öryggisvörður voru stjórnendur Heathrow búnir að ákveða að innleiða Office 365 (nú Microsoft 365). Lausnin var ekki bara innleidd hjá stjórnendum og skrifstofufólki heldur fékk allt starfsfólk aðgang að lausninni. Í upphafi innleiðingar bað yfirmaður Saini hann um að kanna í hverju þetta fælist og hvaða möguleikar væru fyrir hendi í þessari lausn.
Saini lagðist yfir þessa nýju lausn og fann ekki bara kunnuglegu tólin Word, Excel og PowerPoint heldur einnig Power Apps. Eftir að hafa skoðað lausnina og fundið út að hægt væri að útbúa allskonar öpp til að leysa ólíkar þarfir, og það án forritunarþekkingar, fór hann með ákveðna hugmynd til baka til næsta yfirmanns.
Í stuttu máli snerist hugmynd hans um að færa tungumálabók um öryggismál á stafrænt form. Bók sem var víða um flugvöllinn og mikið notuð af öryggisvörðum til að útskýra fyrir farþegum hvað væri leyfilegt að taka með sér um borð í flug. Á innan við viku var Saini, án nokkurrar forritunarþekkingar, búinn að setja sig inn í virkni PowerApps og útbúa app sem í dag er notað á Heathrow af fleiri þúsundum farþega.
Það magnaða við söguna er að þarna var starfsmaður með takmarkaða forritunarþekkingu búinn að einfalda tíma- og kostnaðarfreka ferla með einfaldri hugmynd sem hann gat sjálfur framkvæmt. Oft er það nefnilega þannig að starfsfólk veit hvernig má einfalda ferla en skortir tólin til þess. Með PowerApps opnast endalausir möguleikar!
Microsoft hefur nú útvíkkað Business Central og tengt það við Microsoft Power Platform og eitt af þeim tólum sem þar eru, PowerApps.
Með þessari breytingu er nú hægt að sækja upplýsingar úr Business Central inn í PowerApps þar sem þið getið sjálf útbúið og leyst vandamál sem eru til staðar á ykkar vinnustað. Allt í nafni hagræðis!