19.08.2015
Notaðu sama hugbúnað og öflugustu fyrirtæki heims
Hjá nútíma fyrirtækjum gerir fólk kröfur um um áreiðanleika, einfaldleika og sveigjanleika þegar kemur að upplýsingatækni.
Hjá nútíma fyrirtækjum gerir fólk kröfur um um áreiðanleika, einfaldleika og sveigjanleika þegar kemur að upplýsingatækni. Það vill geta unnið saman þó það sé á mismunandi stöðum. Gögn og hugbúnaður sem þarf til að skila góðu verki þarf að vera aðgengilegur hvar og hvenær sem er.
Áskrift tryggir ávinning
Office 365 hugbúnaðarpakkinn frá Microsoft mætir þessum kröfum. Uppistaðan í Office 365 er Office pakkinn góðkunni og nú býðst hann sem hugbúnaður í áskrift sem tryggir að þú ert alltaf í nýjustu útgáfu. Í Office 365 má fá aðgang að eftirfarandi hugbúnaði og virkni:
- Word, Excel, Powerpoint, OneNote
- Póstþjónn – Exchange online
- Gagnageymsla í skýinu - OneDrive for Business. 1 TB gagnageymsla fyrir alla notendur
- Skype for Business (spjall og fjarfundir)
- Sharepoint (samvinna og gagnavistun)
- Yammer (samfélagsmiðill fyrir fyrirtæki)
- Innbyggt öryggi gegn óværu
- Getur unnið á flestum gerðum spjaldtölva og síma
- Sjálfvirkar uppfærslur. Alltaf með nýjustu útgáfu
- Ef tækið tapast eru gögnin óhult í skýinu
Með Office 365 fá fyrirtæki af öllum stærðum aðgang að hugbúnaði og þjónustu sem áður var aðeins á færi stórfyrirtækja að vera með og má þar nefna netfundi og skjaladeilingu. Nota má Office 365 á spjaldtölvunni og símanum og nálgast gögnin hvar sem er.