10.07.2015
ÍSÍ þakkar stuðninginn
Advania hefur stutt ÍSÍ í ýmsum verkefnum og nú síðast á Smáþjóðaleikunum
16. Smáþjóðaleikarnir fóru fram á Íslandi dagana 1. – 6. júní. Umsjón með leikunum hafði Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samstarfsaðilum. Tæplega 800 keppendur frá 9 löndum áttust við í 11 íþróttagreinum. Alþjóðlegt íþróttamót af þessu tagi er umfangsmikið verkefni, en að því komu 22 starfsmenn ÍSÍ, sérsambönd ÍSÍ, Reykjavíkurborg, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Íþróttabandalag Reykjavíkur og 1.170 sjálfboðaliðar. Advania kom að mótinu með stuðningsframlagi í formi tölvubúnaðar og rekstrar á upplýsingatæknimálum meðan á leikunum stóð. Til að sýna þakklæti sitt afhentu fulltrúar ÍSÍ Advania glæsilegan minjagrip sem Gunnar Ingimundarson, sölustjóri viðskiptalausna, tók á móti fyrir hönd fyrirtækisins.