HS Orka velur hýsingar- og rekstrarþjónustu Advania
Advania mun bera ábyrgð á rekstri og framþróun miðlægra kerfa HS Orku, tryggja hýsingu þeirra í fullkomnu gagnaveri og sjá fyrirtækinu fyrir allri rekstrartengdri þjónustu.
HS Orka hefur gert samning við Advania um hýsingar- og rekstrarþjónustu. Advania mun bera ábyrgð á rekstri og framþróun miðlægra kerfa HS Orku, tryggja hýsingu þeirra í fullkomnu gagnaveri og sjá fyrirtækinu fyrir allri rekstrartengdri þjónustu. Samningurinn tryggir HS Orku jafnframt aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf hjá Advania.
„Samningurinn kemur fyrst og fremst til með að tryggja öruggari og hagkvæmari rekstur á miðlægum kerfum okkar“ segir Sigurður Markús Grétarsson, deildarstjóri UT hjá HS Orku. „Það er ómetanlegt að geta sótt í sérhæfða þekkingu hjá ráðgjöfum Advania þegar kemur að því að uppfæra og innleiða nýjungar sem auka skilvirkni í okkar rekstri“
Advania hefur áður lokið við innleiðingu á Office 365 samskiptalausn sem einfaldar samvinnu hjá starfsfólki HS Orku og eykur skilvirkni. Þá kom Advania einnig að uppsetningu hýsingarþjóna fyrir virkjanir HS orku og högun netkerfis.
„Við höfum átt í miklu og góðu samstarfi við HS Orku á undanförnum árum og það er alltaf ánægjulegt að treysta enn frekar sambandið sem við eigum við viðskiptavini“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausnasviðs Advania. „Við höfum lagt mikla vinnu í uppbyggingu á hýsingar- og rekstrarþjónustu okkar og erum stolt af því að geta fært íslenskum fyrirtækjum öruggar lausnir og þjónustu sem skilar aukinni hagkvæmni í þeirra rekstri.“
----
Á myndinni eru Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausnasviðs Advania og Sigurður Markús Grétarsson, deildarstjóri UT hjá HS Orku.
----
Um HS Orku
HS Orka selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land og leggur ríka áherslu á hagkvæm verð og framúrskarandi persónulega þjónustu. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í framleiðslu á endurnýjanlegri orku í 40 ár og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu á sínu sviði.