08.02.2021

Frelsið er yndislegt í AppSource

Ef þú hefur eitthvað heyrt af skýjavegferð Microsoft hefur þú örugglega heyrt minnst á AppSource. En hvað er AppSource og hverju breytir það fyrir þig og þinn vinnustað ?



Ef þú hefur eitthvað heyrt af skýjavegferð Microsoft hefur þú örugglega heyrt minnst á AppSource. En hvað er AppSource og hverju breytir það fyrir þig og þinn vinnustað ?




Högni Hallgrímsson, forstöðumaður hjá viðskiptalausnum Advania, skrifar:

 

AppSource er einfaldlega markaðstorg fyrir viðskipta- og skýjalausnir Microsoft, svipað og App Store og Google Play eru markaðstorg fyrir öpp í símana okkar.

AppSource opnar heiminn fyrir þig og veitir þér aðgang að þúsundum lausna sem þjónustuaðilar Business Central um allan heim hafa smíðað eftir gæðakröfum Microsoft.


  • Þú getur náð þér í lausnir og prófað

  • Þú þarft ekki að bíða eftir þjónustu, hleður bara lausninni niður

  • Þú þarft ekki að borga þjónustuaðila fyrir að setja lausnina inn í kerfið hjá þér



    AppSource lítur kannski út fyrir að vera snyrtilegur vörulisti tekin saman af Microsoft en er í raun tæki sem breytir öllu fyrir notendur Business Central. Bæði hvað varðar möguleika á aukinni virkni og hversu háður þú ert þínum þjónustuaðila. Og já, frelsið er yndislegt.


    Ekki bara það heldur gerir Microsoft miklar gæðakröfur og prófanir á öllum lausnum sem skráðar eru á AppSource. Þú getur treyst því að þær virki og haldi áfram að keyra þó kerfið sé uppfært mánaðarlega.

    Til að koma lausn að í AppSource þarf að fylgja ströngum kröfum um hönnun, sjálfvirkar prófanir, skjölun og gott aðgengi notenda. Microsoft prófar allar lausnir og uppfærslur. Skráningu lausna í AppSource fylgir skuldbinding um að viðhalda lausninni í samræmi við þær breytingar sem Microsoft kann að gera á sínum kerfum í framtíðinni.

    Lausnirnar sem þú finnur í AppSource markaðstorginu eru því gæðastimplaðar af Microsoft.


    Fyrir rúmu ári tók Advania þá ákvörðun að bjóða vörur sínar í AppSource.

    Síðan þá hefur gríðarleg vinna verið lögð í að „skýjavæða“ allar vörur Advania. Farið var í gegnum gæðakröfur og prófanir Microsoft og ávinningurinn eru betri vörur og betri skjölun. Síðast en ekki síst geta íslensk fyrirtæki nú keyrt Business Central í skýinu með íslenskum séraðlögunum sem eru nauðsynlegar, svo sem tengingu við skattinn, banka og fleira. Og þar sem við erum öll sammála um að frelsið sé yndislegt getur hver sem er náð sér í og keypt þessar lausnir, óháð þjónustuaðilum.


    Það er því ekkert sem hindrar þig upp í skýið með Business Central. Ekki bara er það tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og nýta þá frábæru möguleika sem skýið býður upp á, heldur opnar AppSource nýja vídd með vörum sem standast gæðastaðla Microsoft og veita þér frelsi til að versla við hvern sem er hvenær sem er.


    Þú finnur allt um Business Central í skýinu hér