Af hverju ætti viðskiptakerfið mitt ekki að vera í skýi?
Mikilvægasti kosturinn við Business Central í skýinu er að vera alltaf á nýjustu útgáfu og uppfærast sjálfkrafa.
Mikilvægasti kosturinn við Business Central í skýinu er að vera alltaf á nýjustu útgáfu og uppfærast sjálfkrafa.
Högni Hallgrímsson, forstöðumaður hjá viðskiptalausnum Advania, skrifar:
Ég hef fylgst með vegferð Business Central (og NAV þar á undan) í átt að skýinu síðustu árin. Til að byrja með var það framtíðarsýn og ég lét ég mér nægja að fylgjast með. Fyrir 2-3 árum varð mér ljóst að Microsoft var komið með frambærilega skýjalausn og síðasta rúma árið hef ég verið þeirra forréttinda aðnjótandi að leiða skýjateymi Business Central hjá Advania.
Þannig hef ég undanfarið ár átt ófáa fundi með viðskiptavinum og hugsanlegum viðskiptavinum þar sem ég hef svarað spurningunni; Af hverju ætti mitt fyrirtæki að fara með viðskiptabókhaldið í skýið?
Eftir að hafa farið yfir þetta mörgum sinnum og fylgst með hraðri þróun á þeim möguleikum sem Microsoft bíður okkur upp á í skýinu hefur vaknað önnur spurning hjá mér sem ég hef ekki svar við: Af hverju ætti nýtt viðskiptakerfi ekki að vera í skýinu?
Jú, ef gagnagrunnurinn ykkar telur í terabætum eða krítískar sérbreytingar standa í veginum, þá er svarið augljóst. Hins vegar eru kostir skýjakerfis augljósir fyrir 90% íslenskra fyrirtækja. Því spyr ég : Hvað er svona gott við að hýsa kerfið sitt sjálfur (vera on Prem)?
Hér eru helstu ástæður þess að ég tel að þið ættuð að hafa viðskiptakerfi í skýinu:
Stöðugar uppfærslur. Þetta er mikilvægasti kosturinn við Business Central í skýinu er að vera alltaf á nýjustu útgáfu og uppfærast sjálfkrafa. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að þetta hljómaði fyrst dálítið eins og ævintýri. Eftir að Advania aðlagaði sínar vörur að kröfum Microsoft og setti í Appsource höfum við séð okkar viðskiptavini í skýinu uppfærast mánaðarlega. Með því að fara í skýið ertu alltaf með nýjustu útgáfu, getur nýtt alla þá möguleika sem skýið býður uppá og þar með hefur þú lokið þínu síðasta uppfærsluverkefni.
Skýjaplatformið frá Microsoft er stafrænn leikvangur framtíðarinnar. Þegar þú velur Business Central í skýinu sem þitt viðskiptakerfi ertu um leið kominn með aðgang að skýjaplatformi Microsoft. Það gefur endalausa möguleika á að bæta ferla, tengja saman kerfi og sjálfvirknivæða verk. Þú getur á einfaldan hátt tengt saman t.d. Outlook, Teams og Business Central og með Power Platforminu útbúið öpp fyrir þín verkefni án þess að þurfa til þess forritunarkunnáttu. Hér opnast á frábæra möguleika til þess að fækka handtökum og spara tíma án mikils tilkostnaðar. Þessi punktur á skilið eigin bloggfærslu sem ég lofa ykkur fljótlega.
Svigrúm til að bregðast við breytingum og nýjungum. Viðskiptavinir okkar verða gjarnan spenntir þegar þeir heyra af af þeim nýjungum sem eru í boði og gætu nýst í þeirra rekstri. Hindranirnar fyrir því að þeir geti tekið nýjungarnar í notkun eru yfirleitt þær að þeir eru með eldri útgáfur af fjárhagskerfum sem ekki styður nýju tæknina.
Með Business Central í skýinu ertu alltaf með nýjustu útgáfu og lendir ekki í vandræðum ef þú vilt nýta þér nýja virkni eða tækni. Þetta á við um allt skýjaplatformið. Þegar það kemur ný og spennandi virkni eða tæknin uppfærist, þá getur þú nýtt þér það strax, þér og þínu fyrirtæki til hagsbóta og sparnaðar en þarft ekki að byrja á því að fjárfesta í uppfærslu.
Lægri fjárfestingarþörf. Í stað þess að kaupa öll leyfin í upphafi og greiða uppfærslugjöld árlega, þá er Business Central í skýinu í mánaðarlegri áskrift. Bæði aðgangur að kerfinu og hýsingarkostnaður er innifalinn. Þetta tekur ekki aðeins út fjárfestingarþörf í upphafi verkefnis heldur býður einnig upp á sveigjanleika þegar kemur að fjölda notenda og virkni sem þörf er á á hverjum tíma.
Þegar við metum sparnaðinn af öllum punktunum hér að ofan, þá sérstaklega að ekki verður þörf á uppfærsluverkefni aftur, verður mánaðarlegur kostnaður lægri og fyrirsjáanlegur. Það einfaldar þinn rekstur og gerir þér kleift að innleiða nýjungar hraðar og ódýrar í framtíðinni.
Þetta eru helstu punktarnir af mörgum og fyrir mér er augjóst að næsta uppfærsla ætti að vera í skýið en ef þið eruð komin með svör fyrir mig um af hverju ég ætti fara í eigin hýsingu/onPrem kerfi þá megið þið endilega skjóta línu á mig á hogni.hallgrimsson@advania.is
Prufaðu að setja saman þinn Business Central pakka.