Gervigreindarský

Með gervigreind í skýi geta fyrirtæki fengið aðgang að öflugri GPU tækni eftir þörfum, sem gerir þeim kleift að nýta sér hámarks afkastagetu fyrir ýmsar vinnslur, þar á meðal gervigreind (AI), reiknigetu og gagnaúrvinnslu.

Spjöllum saman
aðgangur að vélbúnaði eftir þörfum

Láttu ekkert takmarka þinn vöxt

Í fyrsta skipti á Íslandi, býðst fyrirtækjum að fá aðgang að nútíma gervigreindarvélbúnaði í áskrift sem hýstur er innanlands. Þetta gerir fyrirtækjum og stofnunum auðveldar fyrir að hefja sína gervigreindarvegferð, og gerir þeim kleift að skala vinnslum eins og hentar.

Traustur búnaður
Í samstarfi við NVIDIA bjóðum við upp á frábæran búnað og tryggjum að viðskiptavinir fái bestu reiknigetuna.
Gervigreindarfullveldi
Netþjónarnir eru í eigu Advania, staðsettir á Íslandi og gögnin sem unnið er með fara aldrei úr landi. Þannig tryggjum við gervigreindarfullveldi (e. sovereign AI).
Hraðari skölun
Hægt er að skala umfangið eftir verkefnum. Þannig er hægt að hlaupa hratt þegar þarf.
Lægri kostnaður
Með því að hafa aðgang í áskrift, þurfa fyrirtæki ekki að fjárbinda sig í búnaði.

Tímamóta samstarf með NVIDIA

NVIDIA er eitt stærsta tæknifyrirtæki í heimi og fremst þegar kemur að vélbúnaði fyrir gervigreind. Advania er NVIDA Elite Partner og vinna félögin þétt saman.

Hvað er gervigreindarfullveldi?

Gervigreindarfullveldi snýst um að þjóðir haldi stjórn á AI innviðum, gögnum og tækni. Lykilþáttur í þessu er að gagnaver séu á Íslandi, og að þau séu hönnuð fyrir gervigreindarvinnslu.

Gagnafullveldi og öryggi

Með því að halda viðkvæmum gögnum innan landamæra getur þjóð tryggt öflugar öryggisráðstafanir og byggt meiri traust á meðal borgara sinna.

Aðlögun að menningu

Auðveldara er að þróa gervigreindarmódel sem eru sniðin að lögum, menningu og samfélagslegum þörfum landsins. Þannig varðveitis og eflist tungumálið og menning.

Tæknilegt sjálfstæði

Stuðlað er að sjálfstæði landa. Þau hafa stjórn á eigin gögnum er varða þjóðaröryggi og höfundarétt. Það minnkar um leið nauðsyn þess að nýta erlenda aðila.

Náðu árangri í rekstri með gögnum og gervigreindpara

Gagnagreining, sjálfvirkni og vinna með gervigreind er ekki lengur bundin við kostnaðarsöm tól. Fáðu aðstoð frá sérfræðingum við að tileinka þér krafta gervigreindarinnar og tryggðu að þinn vinnustaður heltist ekki úr lestinni.

Sjáðu nánar um gervigreind í rekstri

Fréttir og fróðleikur

Þórður Ingi Guðmundsson hefur tekið að sér stöðu forstöðumanns Gervigreindarseturs  Advania og Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur gengið til liðs við Advania sem netöryggis- og gagnaþróunarstjóri. Þessi tvö stefnumarkandi svið munu tilheyra nýstofnaðri Skrifstofu stefnumótunar, sem heyrir beint undir forstjóra.
Haustráðstefna Advania fór fram dagana 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn var vefdagskrá í beinni útsendingu sem opin var öllum. Seinni daginn fór aðaldagskráin fram í Hörpu en uppselt var á viðburðinn og færri komust að en vildu.
Haustráðstefna Advania fer fram 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn er á vefnum en seinni daginn fyllum við Silfurberg í Hörpu þar sem tuttugu fyrirlesarar stíga á svið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um gervigreindarský? Sendu okkur fyrirspurn og sérfræðingar okkar hafa samband að vörmu spori.